Skip to main content

Fréttir

Hugvísindaþing 2014

Hugvísindaþing 2014 verður haldið dagana 14. og 15. mars í Háskóla Íslands. Hugvísindaþing er árviss ráðstefna Hugvísindasviðs Háskóla Íslands þar sem fram fer það helsta í fræðunum í stuttum fyrirlestrum og málstofum ætluðum fræðasamfélaginu jafnt sem almenningi. Nánar um þingkall til Hugvísindaþings má finna hér.

Mörg áhugaverð erindi verða flutt á þinginu, þau má öll sjá á vef Hugvísindastofnunar. Athygli er vakin á erindum fræðimanna og gesta á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og málstofum undir þeirra stjórn.

  • Af nýyrðum í íslensku
    Það er viðtekin skoðun að meðal helstu sérkenna íslenskrar málmenningar sé rík áhersla á myndun nýrra orða úr innlendu fremur en erlendu efni. Þessi málstofa fjallar um nýyrði í íslensku.
  • Ekki er öll vitleysan eins – Rýnt í málbrigði
    Fjallað verður um breytileika í íslensku frá ýmsum sjónarhornum í þessari þrískiptu málstofu sem hefst á föstudegi og verður fram haldið á laugardegi. Byrjað verður á 19. öldinni og farið allt til þess sem er nýjast að frétta.
  • Máltileinkun og tungumálakennsla
    Undir merkjum RÍM –Rannsóknastofu í máltileinkun verður fjallað um máltileinkun og kennslu í tungumálum frá ýmsum hliðum.
  • Nýtt blóð í Njálurannsóknir
    Í verkefninu Breytileiki Njáls sögu hafa Njálutextar í handritabrotum frá miðöldum verið skrifaðir upp og settir í stafrænt form. Í málstofunni verður fjallað um hvaða möguleika þetta gefur til frekari rannsókna.
  • The Outlaw and the Chieftain
    Outlawry is one of the salient themes of Old Norse-Icelandic literature. The sagas of Gísli and Grettir are among the most popular of the Sagas about early Icelanders, but outlawry is also an important theme in other sagas of different kinds.