Skip to main content

Fréttir

Málþing um vefnað og hannyrðir fyrr á öldum

Laugardaginn 22. mars klukkan 13-15 verður haldið málþing í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins um vefnað og hannyrðir fyrr á öldum. Með málþinginu er þess minnst að Elsa E. Guðjónsson hefði orðið níræð þann 21. mars, hefði hún lifað, en Elsa starfaði við Þjóðminjasafnið um áratuga skeið.Bók um rannsóknir Elsu á íslenskum refilsaumuðum altarisklæðum er væntanleg á vegum safnsins á næsta ári. Kristín Bjarnadóttir rannsóknarlektor á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum flytur fyrirlestur sem hún nefnir Eitt spor og svo annað... um útsaumaðar handlínur. Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis.

Dagskrá:

Dr. Áslaug Sverrisdóttir: Gamli íslenski vefstaðurinn og áherslur í rannsóknum

Dr. Hrefna Róbertsdóttir: Ullarvefsmiðjur Innréttinganna á 18. öld

Lilja Árnadóttir safnvörður: Spor miðalda í íslenskum útsaumi - Rannsóknir Elsu E. Guðjónsson á íslenskum refilsaumi

Kaffihlé

Kristín Bjarnadóttir rannsóknarlektor: Eitt spor og svo annað... um útsaumaðar handlínur

Kristín Schmidhauser Jónsdóttir: Fíngerð fegurð í sporum kvenna - Útsaumur frá síðari hluta 19. aldar og fram á 20. öld

Fundarstjóri er Bryndís Sverrisdóttir sviðsstjóri miðlunarsviðs