Skip to main content

Fréttir

Nýr starfsmaður

Margrét Valmundsdóttir hefur verið ráðin verkefnisstjóri á nafnfræðisviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Margrét lauk BA-prófi í fornleifafræði frá Háskóla Íslands (HÍ) árið 2008 og MA-prófi í hagnýtri menningarmiðlun frá HÍ vorið 2011. Þá um haustið hóf hún fjarnám á meistarastigi í landfræðilegum upplýsingakerfum við Háskólann í Lundi í Svíþjóð sem hún lýkur í vor. Margrét hefur verið stundakennari við HÍ, unnið við fornleifauppgröft víða, m.a. á Hólum, í Fnjóskadal, Skriðuklaustri og á Alþingisreitnum og verið leiðbeinandi fornleifafræðinema í vettvangsskóla og uppgraftarnámskeiðum.