Skip to main content

Fréttir

Ávinningur af táknmáli

Katrín Jakobsdóttir fyrrum mennta- og menningarmálaráðherra myndar táknið menning.

 

Á degi íslenska táknmálsins, 11. febrúar síðastliðinn, stóðu Málnefnd um íslenskt táknmál og Rannsóknastofa í táknmálsfræðum fyrir málþingi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Málþingið bar yfirskriftina Tveir heimar mætast – ávinningur samfélagsins af táknmáli og döff menningarheimi  og var mjög vel sótt. Ávinningur samfélagsins alls af táknmáli og döff menningarheimi  kom bersýnilega í ljós, bæði í fræðilegum fyrirlestrum um efnið sem og í reynslusögum og táknmálssöng.

(Fréttatilkynning frá Málnefnd um íslenskt táknmál)