Skip to main content

Fréttir

Jóhannes B. Sigtryggsson ráðinn rannsóknarlektor

Dr. Jóhannes B. Sigtryggsson hefur verið ráðinn rannsóknarlektor á málræktarsviði við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum frá 1. september 2016. Hann hefur verið verkefnastjóri á sviðinu frá árinu 2006 og er nú með starfsstöð að Laugavegi 13.

Rannsóknir Jóhannesar hafa einkum verið á sviði stafsetningar, málhreinsunar, málsögu og handritafræði. Hann ritstýrði bókinni Handbók um íslensku (2011) og er ritstjóri Stafsetningarorðabókarinnar og Málfarsbankans. Hann er ritari Íslenskrar málnefndar.

Blávingull og axhnoðapuntur undirbúa jarðveginn fyrir Hús íslenskunnar

Nú í ágústlok var farið á vettvang til að skoða flóruna sem hefur tekið sér bólfestu í holu íslenskra fræða. Svo síðla sumars voru plönturnar flestar hættar að blómsta og strá farin mjög að visna sem gerði greininguna erfiðari.

31 tegund fannst í þessari yfirferð en ekki tókst að greina eina tegundina. Mjög líklegt er að fleiri tegundir finnist á svæðinu þar sem það var ekki fínkembt.

 

Helga Hilmisdóttir ráðin rannsóknarlektor

Dr. Helga Hilmisdóttir hefur verið ráðin rannsóknarlektor á orðfræðisviði við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Gert er ráð fyrir að hún hefji störf í byrjun árs 2017.

Helga hefur undanfarin ár starfað sem lektor í íslensku og íslenskum bókmenntum við Háskólann í Helsinki og var áður lektor við íslenskudeild Manitóbaháskóla. 

Nýjar ritreglur gefnar út 6. júní 2016

Íslenskum ritreglum hefur nú verið breytt í fyrsta sinn síðan 1977. 

Jóhannes B. Sigtryggsson, ritari Íslenskrar málnefndar, segir að á vegum nefndarinnar hafi starfað vinnuhópar árin 2009–2015 við að endurskoða íslenskar ritreglur. Hann segir að í nýju reglunum felist ekki neinar verulegar breytingar á íslenskri stafsetningu heldur er fyrst og fremst um að ræða breytingar á framsetningu reglnanna og fjölgun dæma til að styðja þær.

Skrifað um skynsamlega fjárfestingu á 10 ára afmæli Stofnunar Árna Magnússonar

HÚS ÍSLENSKUNNAR – HEIMILI HANDRITANNA

 

Hugði ég kynslóð eitt sinn alið geta

íslenska þjóð, sem kynni gott að meta

og hefði til þess hug að þrá og fagna

hrynjandi sinnar tungu, óðs og sagna.

                                                                    (Úr ljóðinu Árni Magnússon eftir Davíð Stefánsson.)

 

Vinnu við íslensk-rússneska orðabók miðar vel


Ný orðabók á vefnum

Í sumar hefur verið unnið að því að gera íslensk-rússneska orðabók aðgengilega á vefnum. Orðabókin, sem samin er af Valéríj P. Bérkov með aðstoð Árna Böðvarssonar, kom út árið 1962 og er fyrir löngu orðin uppseld. Vinnan við að koma verkinu í gagnagrunnsform hófst sumarið 2016 eftir að styrkur til þess fékkst frá Nýsköpunarsjóði námsmanna.