Dr. Jóhannes B. Sigtryggsson hefur verið ráðinn rannsóknarlektor á málræktarsviði við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum frá 1. september 2016. Hann hefur verið verkefnastjóri á sviðinu frá árinu 2006 og er nú með starfsstöð að Laugavegi 13.
Rannsóknir Jóhannesar hafa einkum verið á sviði stafsetningar, málhreinsunar, málsögu og handritafræði. Hann ritstýrði bókinni Handbók um íslensku (2011) og er ritstjóri Stafsetningarorðabókarinnar og Málfarsbankans. Hann er ritari Íslenskrar málnefndar.
Nú í ágústlok var farið á vettvang til að skoða flóruna sem hefur tekið sér bólfestu í holu íslenskra fræða. Svo síðla sumars voru plönturnar flestar hættar að blómsta og strá farin mjög að visna sem gerði greininguna erfiðari.
31 tegund fannst í þessari yfirferð en ekki tókst að greina eina tegundina. Mjög líklegt er að fleiri tegundir finnist á svæðinu þar sem það var ekki fínkembt.
Dr. Helga Hilmisdóttir hefur verið ráðin rannsóknarlektor á orðfræðisviði við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Gert er ráð fyrir að hún hefji störf í byrjun árs 2017.
Helga hefur undanfarin ár starfað sem lektor í íslensku og íslenskum bókmenntum við Háskólann í Helsinki og var áður lektor við íslenskudeild Manitóbaháskóla.
Íslenskum ritreglum hefur nú verið breytt í fyrsta sinn síðan 1977.
Jóhannes B. Sigtryggsson, ritari Íslenskrar málnefndar, segir að á vegum nefndarinnar hafi starfað vinnuhópar árin 2009–2015 við að endurskoða íslenskar ritreglur. Hann segir að í nýju reglunum felist ekki neinar verulegar breytingar á íslenskri stafsetningu heldur er fyrst og fremst um að ræða breytingar á framsetningu reglnanna og fjölgun dæma til að styðja þær.
Í sumar hefur verið unnið að því að gera íslensk-rússneska orðabók aðgengilega á vefnum. Orðabókin, sem samin er af Valéríj P. Bérkov með aðstoð Árna Böðvarssonar, kom út árið 1962 og er fyrir löngu orðin uppseld. Vinnan við að koma verkinu í gagnagrunnsform hófst sumarið 2016 eftir að styrkur til þess fékkst frá Nýsköpunarsjóði námsmanna.