Skip to main content

Fréttir

Þrjú upplestrarkvöld á vormisseri

Skipulögð hafa verið þrjú upplestrarkvöld á vormisseri þar sem pistlahöfundar, sem skrifa í bókina Konan kemur við sögu, lesa upp úr eða segja frá þeim greinum sem þeir eiga í þessari nýjustu útgáfu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. 

Það fyrsta hefur þegar farið fram en 40 manns fylltu hinn hógværa sal Mengis við Óðinsgötu. Hér er frétt um upplestrarkvöldið sem fór fram 15. febrúar.

 

Tvö upplestarkvöld eru framundan:

Miðvikudaginn 8. mars 2017 kl. 20.00,  á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, koma fram í Bókasafni Seltjarnarness:

Hallgrímur J. Ámundason, Ágústa Þorbergsdóttir, Þórunn Sigurðardóttir, Gísli Sigurðsson og Kristján Eiríksson.

 

 

Fimmtudaginn 16. mars 2017 kl. 17.30 koma fram á Kaffi Slipp á vegum Reykjavíkur – Bókmenntaborgar UNESCO:

Svanhildur María Gunnarsdóttir, Þórður Ingi Guðjónsson, Eva María Jónsdóttir, Halldóra Jónsdóttir og Úlfar Bragason.