Rakel Pálsdóttir hefur tekið við starfi á skrifstofu stofnunarinnar þar sem hún annast símsvörun, móttöku gesta og almenn skrifstofustörf á stjórnsýslusviði.
Rakel lauk BA-námi frá félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands árið 2014. Hún hefur síðan starfað sem þjónustustjóri á velferðarsviði Kópavogsbæjar og við viðburðastjórnun hjá CP Reykjavík.
Rakel er boðin velkomin í starfsmannahóp Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.