Skip to main content

Fréttir

Utanríkisráðherra skoðaði handrit

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra heimsótti stofnunina í vikunni og tók Guðrún Nordal forstöðumaður á móti honum og aðstoðarmanni hans. Svanhildur Óskarsdóttir á handritasviði stofnunarinnar sýndi honum nokkur merk handrit. Utanríkisráðherrann sagðist ánægður með að hafa komist í návígi við þennan dýra arf. Guðlaugur Þór var í fylgdarliði forseta Íslands þegar hann fór í janúar í sína fyrstu opinberu heimsókn til Danmerkur og skoðaði þá forn handrit í Árnasafni í Kaupmannahöfn.

 

Handritin skoðuð.

 

Guðlaugur Þór Þórðarson.