Skip to main content

Fréttir

Nýtt starfsfólk komið til starfa á nýju ári

Það sem af er árinu 2017 hafa tveir nýir starfsmenn bæst við starfsmannahóp stofnunarinnar.

 

Sigurborg Kristín Stefánsdóttir tók til starfa sem fjármálastjóri þann 1. febrúar.

Síðastliðin 16 ár hefur Sigurborg unnið að verkefnum tengdum fjármálum, áætlanagerð, starfsmannamálum og erlendum samskiptum. Fyrst hjá Vodafone og síðar hjá Stjórnarráði Íslands. Sigurborg er með B.Ed-gráðu frá Kennaraháskóla Íslands og MBA-gráðu frá Háskóla Íslands.

Sigurborg vinnur á starfsstöðinni í Árnagarði við Suðurgötu.

 

 

Helga Hilmisdóttir, sem hóf störf sem rannsóknarlektor á orðfræðisviði, hefur undanfarin ár verið lektor í íslensku og íslenskum bókmenntum við Háskólann í Helsinki og var áður lektor við íslenskudeild Manitóbaháskóla. Hún var forgöngumaður um gerð íslensk-finnskrar orðabókar innan veforðabókarinnar ISLEX og hefur starfað sem verkefnisstjóri íslensk-finnska hlutans frá árinu 2013. 

Doktorsritgerð Helgu bar titilinn A Sequential Analysis of nú and núna in Icelandic Conversation og kom út í ritröðinni Nordica Helsingiensia árið 2007.

Helga vinnur á starfsstöð að Laugavegi 13.