Skip to main content

Fréttir

Tælensk prinsessa
Taílensk prinsessa heimsækir stofnunina og fræðist um handrit

Maha Chakri Sirindhorn prinsessa, systir konungsins á Tælandi, kom í stutta heimsókn til Íslands mánudaginn 25. febrúar.


Hún skoðaði Þjóðminjasafnið og heimsótti Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Guðvarður Már Gunnlaugsson og Þórunn Sigurðardóttir tóku á móti prinsessunni og fylgdarliði hennar og sýndu henni nokkur handrit, auk þess sem hún var frædd um stofnunina og handritamálið. Prinsessan sýndi handritunum mikinn áhuga enda þekkt fyrir áhuga á sögu og fornleifafræði.

Nýir styrkþegar í íslensku

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum annast umsýslu með styrkjum mennta- og menningarmálaráðuneytis til erlendra stúdenta til íslenskunáms við Háskóla Íslands.

Stofnuninni bárust alls 57 umsóknir um styrkina fyrir skólaárið 2019 – 2020 og voru veittir 17 styrkir til nemenda frá 13 löndum.

Nýir styrkþegar:

Andrea Ciarelli – Ítalía

Elianne Marthe Bruin – Holland

Ismael Sahún Costas – Spánn

Jonathan Wright – England

Julian Mendoza – Kanada

Katarzyna Piatkowska – Pólland

Nýr ljósmyndari Árnastofnunar

Sigurður Stefán Jónsson hefur verið ráðinn ljósmyndari á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Sigurður lauk BFA-prófi í ljósmyndun frá School of Visual Arts í New York-borg í Bandaríkjunum 1986. Að loknu ljósmyndanámi í New York starfaði hann í tæp 3 ár sem lausráðinn aðstoðarmaður ýmissa ljósmyndara þar í borg. Fljótlega eftir heimkomu til Íslands 1989 öðlaðist hann meistararéttindi í ljósmyndun og hefur verið með eigin rekstur síðan þá.

Styrkjum úthlutað úr Rannsóknasjóði Háskóla Íslands 2019

Styrkjum úthlutað úr Rannsóknasjóði Háskóla Íslands 2019

Nokkrir fræðimenn sem starfa við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum fengu fjárstyrki til rannsókna. Til upplýsingar birtist hér listi yfir styrkþegana og rannsóknirnar:

 

Haukur Þorgeirsson: Stílmælingarrannsóknir á fornum íslenskum prósatextum

Ættarmót á dánardegi Árna Magnússonar

Á dánardegi Árna Magnússonar 7. janúar efndi starfsfólk á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum til ættarmóts Njáluhandrita og nýtti sér það tækifæri að hafa Reykjabók, sem lánuð var frá Kaupmannahöfn á sýninguna Lífsblómið, með á handritamótinu.

Gripla XXIX komin út

Í Griplu 2018 eru níu ritrýndar greinar og útgáfur, fjórar á íslensku, fjórar á ensku og ein á frönsku. Heimir Pálsson fjallar um tvær gerðir Skáldskaparmála Snorra-Eddu, Anders Winroth um íslenskan kirkjurétt hvað varðar skemmri skírn og hjónaband og Brynja Þorgeirsdóttir um ritgerðina „Af náttúru mannsins og blóði“ í Hauksbók. Þórhallur Eyþórsson veltir fyrir sér merkingu orðsins „aldrnari“, Árni Heimir Ingólfsson dregur fram tvö íslensk söngbókarbrot frá 16.

Vefur um lifandi hefðir opnaður

Þann 19. desember síðastliðinn var nýr vefur um lifandi hefðir opnaður formlega af mennta- og menningarmálaráðherra. Vefurinn var unninn af Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Umsjón með verkefninu hafði Vilhelmína Jónsdóttir lögfræðingur og þjóðfræðingur. Webmo design sá um vefsmíði. Vefurinn er hluti af ráðstöfunum íslenska ríkisins við innleiðingu á samningi UNESCO frá árinu 2003 um varðveislu menningarerfða, sem öðlaðist gildi hér á landi árið 2006.