Ný heimasíða um rannsóknarverkefnið Íslenskt unglingamál 2018−2020 hefur litið dagsins ljós.
Tilgangur verkefnisins er að rannsaka unglingamál á Íslandi. Meginmarkmiðið er að kortleggja ýmis einkenni íslensks unglingamáls á grundvelli raungagna með því að nálgast það frá ólíkum sjónarhornum og með mismunandi aðferðum. Rannsóknin er styrkt af RANNÍS.
Verkefnisstjóri er Helga Hilmisdóttir rannsóknardósent við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum en fjölmargir aðrir koma að verkefninu.
Sjá nánar á heimasíðunni: https://www.islensktunglingamal.com/