Skip to main content

Fréttir

Átak í rannsóknum á ritmenningu miðalda

Reykholt samningur um átaksverkefni til rannsókna á ritmenningu miðalda
Við undirritun í Reykholti.

Stjórnvöld, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Snorrastofa hafa skrifað undir samstarfsyfirlýsingu um átak í þverfaglegum rannsóknum á ritmenningu íslenskra miðalda.

Tilefni þessa átaks er að nú eru liðin 75 ár frá lýðveldisstofnun. Stefnt er að því að veita næstu fimm ár 35 milljónum kr. á ári til rannsóknarverkefna á sviði fornleifafræði, sagnfræði, textafræði og bókmenntafræði. 

Dagleg umsýsla með framkvæmd verkefnisins verður í höndum Snorrastofu en styrkjum verður veitt til verkefna í gegnum samkeppni. Í fagráði sitja Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, og verður hún formaður, Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður og Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra og formaður Oddafélagsins. 

Hér má lesa frétt um málið á vef Stjórnarráðsins.