Séra Ólafur Jónsson, prestur á Söndum í Dýrafirði, var á meðal vinsælustu skálda á sinni tíð. Kvæði og sálmar annarra skálda eru yfirleitt varðveitt hér og þar í handritum en séra Ólafur safnaði kveðskap sínum saman í eina bók sem kölluð hefur verið Kvæðabók. Hún er merkilegt framlag til íslenskra bókmennta en hún er ekki hvað síst mikilvæg heimild um tónlist á Íslandi á 17. og 18. öld.
Við úthlutun úr Styrktarsjóði Áslaugar Hafliðadóttur hlaut verkefnið Réttritunarheftið styrk. Fyrir verkefninu stendur Jóhannes B. Sigtryggsson, rannsóknardósent við Árnastofnun.
Stofnunin varðveitir gögn af ýmsu tagi, svo sem handrit, kort, hljóðspólur, orðabókarseðla og ljósmyndir af handritum. Safnvörður vinnur í nánu samstarfi við forvörð stofnunarinnar en einnig fræðimenn og handritaljósmyndara hennar.
Safnkennari sinnir leiðsögn, miðlun og fræðslu til barna og ungmenna um handritasýningu sem opnuð verður í Eddu í nóvember. Safnkennari er tengiliður stofnunarinnar við skóla, heldur utan um smiðjur og námskeiðahald og annað sem snýr að ungum safngestum.
Watanabe styrktarsjóðurinn við Háskóla Íslands veitir styrki til nemenda og fræðimanna, en markmið sjóðsins er að styrkja fræðileg tengsl milli Háskóla Íslands og Japan. Einn styrkur kom í hlut starfsmanns Árnastofnunar í ár.
Branislav Bédi, verkefnisstjóri á íslenskusviði Árnastofnunar, og Úlfar Bragason, prófessor emerítus við Árnastofnun, tóku þátt í ársfundi Félags íslenskra fræða í Japan sem var haldinn við háskólann í Matsumoto 25. maí í fertugasta og fjórða sinn.
Fundurinn var haldinn í Humboldt-háskóla í Berlín 13.–16. maí síðastliðinn. Á fundinum var rætt um íslenskukennslu fyrir erlenda námsmenn og kennsluefni sem stuðlar að því að íslenska sé notuð í gegnum leiki, í kennslustofum, við orðabókargerð veforðabókarinnar LEXÍU á þýsku og við notkun gervigreindar í akademísku námi.
Tilgangur heimsóknarinnar var að skoða aðstæður íslenskra námsmanna á erlendri grundu, kortleggja aðlögun þeirra að slóvakísku samfélagi og athuga hvernig þeim gengur að eiga í samskiptum við heimamenn á slóvakísku og ensku.
Orðabókarritstjórarnir Halldóra Jónsdóttir og Þórdís Úlfarsdóttir voru á dögunum á ferð um Pólland og heimsóttu háskóla í Gdansk og Poznan ásamt sendiráði Íslands í Varsjá. Tilefni ferðarinnar var að kynna nýja Íslensk-pólska veforðabók sem nú er í smíðum.