Skip to main content

Fréttir

Ráðstefna CLARIN í Prag

Samúel Þórisson, tæknimaður CLARIN á Íslandi og Starkaður Barkarson landsfulltrúi tóku þátt í árlegri CLARIN-ráðstefnu sem haldin var í Prag 10.−12. október. Einnig ber að nefna að Jón Friðrik Daðason, doktorsnemi við Háskólann í Reykjavík, kynnti doktorsverkefni sitt á ráðstefnunni. Auk þess að sitja fyrirlestra sem spönnuðu vítt svið, en tengdust þó ávallt þeirri þjónustu sem CLARIN veitir, sátu Starkaður og Samúel fundi þar sem ýmis mál er varða starfsemi CLARIN voru rædd.

Tvö íslandskort frá mismunandi tímum og upprúllað veggspjald
Vísindavaka Ranníss
Samsett mynd af bás Árnastofnunar. Kort og veggsjöld á veggjum. Örnefnaskrár fyrir bæinn Þingdal. Emily Lethbridge sýnir gest vefinn nafnið.is

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum setti upp bás á Vísindavöku Ranníss 2022. Að þessu sinni stóðu Emily Lethbridge, rannsóknardósent á nafnfræðisviði stofnunarinnar, og Fjóla K. Guðmundsdóttir vefstjóri vaktina í Laugardalshöll. Gestum og gangandi gafst færi á að kynna sér ýmislegt sem viðkemur starfsemi nafnfræðisviðs Árnastofnunar.

Loftmynd af hluta Ísafjarðar. Horft inn fjörðinn með fjöll í baksýn.
Íslenskuvænt samfélag: Málstofa á Ísafirði

Föstudaginn 23. september hélt Branislav Bédi, verkefnisstjóri á alþjóðasviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, fyrirlestur um tól og tæki sem aðstoða við kennslu í íslensku sem öðru máli og þar á meðal vefnámskeiðið Icelandic Online  sem er notað í tengslum við sumarskóla í íslenskri tungu og menningu, sem stofnunin skipuleggur árlega í samstarfi við Háskóla Íslands. Sumarskólann sækja erlendir nemendur sem koma til landsins til að læra íslensku og fræðast um íslenskt samfélag.