Skip to main content

Fréttir

Laus staða íslenskukennara við Caen-háskóla í Normandí

Orne-áin, Caen
Orne-áin, Caen
Wikimedia Commons

Caen-háskóli í Normandí auglýsir stöðu íslenskukennara (f. maître de langue) við háskólann lausa til umsóknar. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. september 2023. Ráðning er tímabundin til þriggja ára með möguleika á endurráðningu til jafnlangs tíma. Krafist er MA-prófs í íslensku eða tengdum greinum. Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið kennararéttindanámi og/eða hafi reynslu af því að kenna íslensku sem annað eða erlent mál. Kunnátta í frönsku er nauðsynleg. Nær eingöngu er um íslenskukennslu að ræða á BA-stigi en umsækjendur þurfa einnig að geta kennt íslenskar bókmenntir og fjallað um íslenskt samfélag. Æskilegt er að umsækjendur hafi búið á Íslandi undanfarin ár. Mögulegt er að stunda framhaldsnám við skólann með kennslu.

Umsóknir, sem greini frá námi og störfum umsækjenda, ásamt skýrslu um ritsmíðar og rannsóknir, skal senda í tölvupósti til verkefnisstjóra, Branislav Bédi (branislav.bedi@arnastofnun.is), fyrir 15. maí 2023.

Nánari upplýsingar veitir verkefnisstjóri í gegnum tölvupóst eða í síma (525 4421).