Skip to main content

Fréttir

Laus staða: öryggisvörður

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum auglýsir eftir öryggisverði í nýtt hús íslenskunnar.

Hlutverk öryggisvarða er að tryggja öryggi gagna í húsinu en þar verða meðal annars handrit stofnunarinnar hýst. Öryggisdeild sinnir einnig öryggiseftirliti með bókasafni, sýningu Árnastofnunar og fleiri rýmum.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Eftirlit með öryggiskerfum
  • Öryggisgæsla í húsinu
  • Þátttaka í daglegum störfum öryggisdeildar

 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Reynsla af öryggisgæslu er æskileg
  • Góð íslenskukunnátta og kunnátta í ensku
  • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum
  • Stúdentspróf eða iðnmenntun er æskileg
  • Hreint sakavottorð

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sameykis.

Starfshlutfall er 100%. Um er að ræða vaktavinnu þar sem öryggisgæsla er í húsinu allan sólarhringinn.

Við ráðningar í störf hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er tekið mið af jafnréttisstefnu stofnunarinnar.

Umsóknarfrestur er til og með 19. mars 2023.

 

Nánari upplýsingar veitir

Jóhann Kristján Konráðsson, johann.konradsson@arnastofnun.is.