Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum óskar eftir að ráða bókasafns- og upplýsingafræðing í fullt starf á bókasafn stofnunarinnar.
Safnið er sérfræði- og rannsóknarbókasafn á sviði íslenskra fræða og er einkum ætlað sérfræðingum stofnunarinnar, kennurum í íslenskum fræðum, doktorsnemum og rannsakendum á fræðasviðinu.
Fyrir höndum eru flutningar á safninu, sem telur um 45 þúsund eintök, í nýtt hús íslenskunnar. Sameinast þá safndeildir þess úr Árnagarði, Laugavegi og Þingholtsstræti. Flutningarnir fela í sér spennandi tækifæri til að taka þátt í uppbyggingu á nýju bókasafni á sviði íslenskra fræða.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Fjölbreytt verkefni á bókasafninu: afgreiðsla, skráning, tímaritahald, skipulag safnkosts.
- Umsjón með heimsóknum fræðimanna á stofnunina.
- Undirbúningur flutninga og önnur verkefni í samvinnu við bókasafnsfræðing og annað starfsfólk.
Hæfniskröfur
- Háskólapróf í bókasafns- og upplýsingafræði.
- Reynsla og þekking á störfum á bókasafni.
- Góð þekking á Gegni. Skráningarheimild er kostur.
- Frumkvæði, vandvirkni og skipulagshæfni er nauðsynleg.
- Mjög gott vald á íslensku er skilyrði.
- Mjög góð kunnátta í ensku er nauðsynleg og vald á einu Norðurlandamáli er kostur.
- Hæfni við miðlun upplýsinga.
- Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi með upplýsingum um ástæðu umsóknar. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 27.2.2023
Nánari upplýsingar veitir
Guðný Ragnarsdóttir, bókasafnsfræðingur − gudny.ragnarsdottir@arnastofnun.is − 525-4022