Skip to main content

Fréttir

Heimsókn frá Nýja-Sjálandi

Í vikunni komu í heimsókn á stofnunina þrír góðir gestir frá Nýja-Sjálandi sem vinna að því að efla og styrkja maórísku. Þetta voru þeir Hēmi Kelly, lektor við Auckland University of Technology, Vincent Olsen-Reeder, lektor í te reo Māori við Victoria University, sem sérhæfir sig í félagslegri málfræði og endurreisn tungumála, og Whetu Paitai, forstjóri Piki Studio. Nýsjálendingar hafa mikinn áhuga á að byggja á máltæknistefnu íslenskra stjórnvalda og þeirri aðferðafræði sem notuð var við framkvæmd máltækniáætlunarinnar undanfarin fjögur ár – og árangursríkt samstarf við fyrirtækið OpenAI undanfarna mánuði. Meginmarkmið samstarfsins við OpenAI, hvað fyrirtækið varðar, var að finna fyrirmynd að því hvernig hægt væri að taka fleiri tungumál á litlum málsvæðum inn í GPT-4 líkanið. Starfsmenn OpenAI eru nú að skoða samstarf við Nýsjálendinga um að koma maórísku þar inn.

Á myndinni eru, auk erlendu gestanna, Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Almannaróms, Guðrún Nordal forstöðumaður Árnastofnunar, Steinþór Steingrímsson, verkefnisstjóri í máltækni, Einar Freyr Sigurðsson rannsóknarlektor og Gísli Sigurðsson rannsóknarprófessor. Gestirnir komu til að fræðast um fjölbreytt máltækniverkefni stofnunarinnar en fengu einnig kynningu á ritmenningu og hugmyndaheimi íslenskra miðalda.

Tvær konur og og sex karlar standa fyrir framan handrit á borði undir glerkössum með bókahillur í baksýn.
Heimsókn frá Nýja-Sjálandi
SSJ