Laus staða íslenskukennara við Edinborgarháskóla
Edinborgarháskóli í Skotlandi auglýsir lausa stöðu íslenskukennara. Um er að ræða tímabundna stöðu til fimm ára í 50% hlutastarfi frá maí 2025. Starfsleyfi til að vinna í Bretlandi þarf að vera til staðar þegar sótt er um. Frestur til að sækja um er til 14. apríl. Frekari upplýsingar um starfið og við hvern eigi að hafa samband má nálgast á heimasíðu háskólans.
Væringjar í austurvegi
Eddu
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur og þjóðfræðingur heldur erindi í Eddu á vegum Vinafélags Árnastofnunar miðvikudaginn 9. apríl kl. 17.
Land næturinnar er nýjasta skáldsaga Vilborgar Davíðsdóttur. Þar segir frá ævintýralegri ferð væringja í austurveg en svo kölluðu menn siglingaleiðina úr Eystrasalti suður um fljót Rússlands og Úkraínu. Þar fylgir Vilborg lesendum eftir ánni Dnépur um Garðaríki allt til Svartahafs og Miklagarðs, borgar Konstantíns keisara. Í erindinu segir hún frá rannsóknum að baki sögunni og merkum minjum frá víkingaöld sem komu í ljós eftir að Rússar sprengdu stíflu á Dnépur í Úkraínu sumarið 2023.
Bókin var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Nánar um Vilborgu á www.davidsdottir.is
Ársfundur Árnastofnunar
Eddu
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Ársfundur Árnastofnunar verður haldinn 23. apríl í fyrirlestrasal Eddu kl. 8.15.
Dagskrá verður auglýst síðar.
Litarefni í handritum
Eddu
Arngrímsgata 5
Reykjavík 107
Ísland
Giulia Zorzan doktorsnemi mun halda fyrirlestur um litarefni í handritum.
Nánar um fyrirlesturinn sem verður haldinn á ensku:
Pigments in manuscripts
This lecture will examine the material aspects of medieval book production, focusing on the main colourants used to decorate and enhance the texts in manuscripts. Drawing on recent non-invasive chemical analyses of selected Icelandic manuscripts (some of which are on display in the World in Words Exhibition), the lecture will present new insights into the dyes and pigments available to Icelandic scribes and artists in the Middle Ages. The findings indicate that, while possible local materials such as earths and lichens were utilised, Icelandic craftsmen also relied heavily on imported materials. Significantly, some of these were of considerable value and were available in Europe through extensive trading routes extending to the East, such as the expensive lapis lazuli used to obtain the so-called “ultramarine blue”.
Jakob Sigurðsson listamaður
Eddu
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Kjartan Atli Ísleifsson fjallar um listamanninn Jakob Sigurðsson.
Fyrirlesturinn er í tengslum við handritasýninguna Heimur í orðum.
Nánar um fyrirlesturinn síðar.
Hvernig á ég að snúa mér? Hárhamur og holdrosi í skinnhandritum
English below
Í fyrirlestrinum mun Lea D. Pokorny, doktorsnemi í sagnfræði, fjalla um hárham og holdrosa og hvernig þessar hliðar á skinnum dreifðust í íslenskum handritum. Fyrirlesturinn er í tengslum við handritasýninguna Heimur í orðum.
Fyrirkomulag skinnblaða í kverum er mikilvægt skref í handritagerð. Tvær viðteknar hefðir eru aðgreindar af fræðimönnum sem eiga við um Evrópu á miðöldum. Annars vegar „insular“-hefðin, þ.e.a.s. hefðin frá Bretlandseyjum þar sem blöðunum er raðað þannig að hárhamur snýr að holdrosa í opnu kveri og hins vegar meginlandshefðin þar sem hárhamur snýr að hárham og holdrosi að holdrosa, einnig kölluð „regla Gregorys“. Íslensk bókaframleiðsla á miðöldum hefur hingað til verið sögð hafa fylgt síðarnefndu hefðinni, þó ekki alltaf nákvæmlega. Í þessu erindi verður farið yfir kverabyggingu í íslenskum handritum frá 14. öld til að sýna fram á hvaða starfsháttum íslenskir bókagerðarmenn fylgdu.
Fyrirlesturinn verður haldinn á ensku.
The arrangement of sheets of parchment into gatherings is an important step during manuscript production. In medieval Europe, two general traditions are differentiated by scholars: the insular practice, whereby the sheets are arranged so that hair-sides face flesh-sides in an opening, and the continental practice, whereby like faces like, also referred to as ‘Gregory’s rule’. Medieval Icelandic book production has hitherto been said to have followed, although not always faithfully, the latter practice. In this talk, the construction of gatherings in fourteenth-century Icelandic manuscripts will be examined in order to assert which practice Icelandic book makers followed.