Opnun Íslensk-pólskrar veforðabókar
Eddu
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Föstudaginn 21. mars verður Íslensk-pólsk veforðabók opnuð formlega en hún hefur verið í undirbúningi undanfarin ár. Við verkið er notaður íslenskur orðagrunnur sem er stofninn í öðrum veforðabókum Árnastofnunar. Ritstjóri pólska markmálsins er Stanislaw Bartoszek og auk hans hafa unnið að orðabókinni tveir þýðendur sem hafa pólsku að móðurmáli, skólaráðgjafi í kennslu innflytjenda svo og sérfræðingur í stjórnsýslu.
Verkefnið hefur hlotið styrki frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu og er það von ritstjórnarinnar að orðabókin muni nýtast sem flestum, ekki síst þeim fjölmörgu íbúum Íslands sem hafa pólsku að móðurmáli.
Aðalritstjóri orðabókarinnar er Þórdís Úlfarsdóttir og verkefnisstjóri er Halldóra Jónsdóttir.
Dagskrá
Guðrún Nordal forstöðumaður
Aleksander Kropiwnicki sendiherra Póllands
Stanislaw Jan Bartoszek
Maó Alheimsdóttir rithöfundur
Þórdís Úlfarsdóttir orðabókarritstjóri
Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra
Fundarstjóri: Halldóra Jónsdóttir.
Otwarcie Islandzko-polskiego słownika internetowego, Edda, 21 marca, godz. 14-15
W piątek 21 marca otwarty zostanie Islandzko-polski słownik internetowy. Prace nad nim trwają w Árnastofnun (Instytut Studiów Islandzkich im. Árniego Magnússona) od kilku lat. Słownik oparty jest na tej samej bazie, co opracowane przez Árnastofnun słowniki internetowe ISLEX, LEXIA i Słownik współczesnego języka islandzkiego (Íslensk nútímamálsorðabók).
Słownik zawiera 54 tysiące haseł oraz dużą liczbę przykładów przetłumaczonych na język polski. Dużą zaletą jest możliwość odsłuchania wymowy islandzkich haseł i części zwrotów, zaś ogromną pomocą w nauce języka islandzkiego będzie możliwość sprawdzania odmiany wyrazów hasłowych.
Redaktorem naczelnym słownika jest Þórdís Úlfarsdóttir, zaś kierownikiem projektu Halldóra Jónsdóttir. Redakcją wersji polskiej kieruje Stanisław Bartoszek, a redaktorami haseł są Aleksandra Kieliszewska, Emilia Młyńska, Mirosław Ólafur Ambroziak i Paweł Bartoszek.
Islandzko-polski słownik internetowy jest dziewiątym dwujęzycznym słownikiem online opracowanym przez Árnastofnun, jest bezpłatny i dostępny dla wszystkich. Projekt otrzymał dofinansowanie z Ministerstwa Spraw Socjalnych i Rynku Pracy (Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið). Instytut Árniego Magnússona ma nadzieję, że słownik okaże się przydatny szerokiej grupie użytkowników, a szczególnie tym mieszkańcom Islandii, dla których polski jest językiem ojczystym.
Málþing um Öskjugosið 1875
Eddu
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Í tilefni af því að 150 ár eru liðin frá Öskjugosinu efnir Félag íslenskra fræða, í samstarfi við Árnastofnun, til málþings um áhrif gossins á íslenskt þjóðfélag og menningu. Viðburðurinn fer fram í fyrirlestrasal Eddu föstudaginn 28. mars kl. 15, en gosið hófst einmitt þann dag árið 1875.
Dagskrá þingsins er eftirfarandi:
Elsa Guðný Björgvinsdóttir: „Yfir hrundi askan dimm“. Upplifun fólks af öskufallinu 1875
Katelin Marit Parsons: Handrit á hrakhólum. Öskjugos, vesturferðir og austfirsk handritamenning
Atli Antonsson: Eldfjallið, Íslendingurinn og heimurinn. Um eldgos í ljóðum frá síðari hluta nítjándu aldar
Fjölskyldusmiðja – Póstkort til Nýja-Íslands
Eddu
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Boðið verður upp á að senda kveðju til Nýja-Íslands, hlusta á Útvarp Ísmús og glugga í ýmsar bækur sem tengjast Nýja-Íslandi.
Örnefni í Íslendingasögum
Eddu
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Emily Lethbridge heldur hádegisfyrirlestur um örnefni í Íslendingasögum.
Fjöldi örnefna í Íslendingasögunum tengjast persónum og atburðum. Skýringar sem fylgja örnefnum veita okkur innsýn í sköpunarferli þessarar bókmenntategundar. Sumar skýringar eru að öllum líkindum leifar af munnmælum (um nákvæman aldur þeirra liggur þó ekkert ljóst fyrir) en aðrar eru hugsanlega tilbúnar eða uppspunnar (og var landnámsfólk eða atburðir á þann hátt bókstaflega lesið upp úr landslaginu). Þegar samansafn örnefna með skýringum er skoðað koma ýmis mynstur í ljós; mynstrin geta gefið okkur vísbendingar um margt, ekki síst um samfélagsleg viðhorf og forsendur. Í þessum fyrirlestri verður reynt að greina og lesa út úr örnefnaskýringum í sögunum þar sem athyglinni er sérstaklega beint að örnefnum sem tengjast konum.
Fyrirlesturinn er í tengslum við handritasýninguna Heimur í orðum.
Annars hugar: Martyna Daniel
Edda
Arngrímsgata 5
Reykjavík 107
Ísland
Martyna Daniel heldur erindi í fyrirlestrasal Eddu 1. apríl kl. 15–16. Erindið er hluti af fyrirlestraröðinni Annars hugar.
Martyna Daniel er málari og kvikmyndatökumaður, fædd í Genf árið 1989, dóttir pólskrar móður og suðuramerísks föður. Eftir útskrift úr Kvikmyndaskólanum í Prag, þar sem hún sérhæfði sig í kvikmyndatöku, flutti hún til Íslands þar sem hún býr nú og starfar sem verkefnastjóri fjölmenningarmála hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur. Martyna stofnaði og rekur ásamt fleiri listamönnum rými í Reykjavík sem nefnist Listastofan sem hélt viðburði af ýmsu tagi, svo sem módelteiknistundir, skapandi lestrarkvöld, myndlistarsýningar og vinnusmiðjur á árunum 2015 til 2019. Um þessar mundir situr hún í stjórn Ós pressunnar og Póetík í Reykjavík og tekur þátt í að skipuleggja bókmenntaviðburði ásamt ýmsum rithöfundum, auk þess sem hún vinnur nú að sinni fyrstu skáldsögu.