Skip to main content

Fréttir

Nýrómur – tölvustudd framburðarþjálfun í íslensku

Árnastofnun er þátttakandi í þriggja ára rannsóknar- og þróunarverkefni sem nefnist Nýrómur. Þar er unnið að þróun gagnvirks vefsvæðis fyrir íslenskunema til að hjálpa þeim að bæta framburð sinn á málinu.

Markmið verkefnisins er að sérsmíða talmálstækni og nota gervigreindarlausnir til að meta framburð nemenda í rauntíma.

Árnastofnun ber m.a. ábyrgð á innleiðingu markvissra æfinga og mótun notendaviðmóts vefsvæðisins. Samstarfsaðilar í verkefninu eru Háskólinn í Reykjavík, Háskóli Íslands og Víkonnekt.

Nýrómur er framhald verkefnisins CAPTinI (e. computer-assisted pronunciation training in Icelandic) sem þróaði tölvustudda framburðarþjálfun í íslensku á árunum 2020–2023. Nánar um CAPTinl verkefnið.

Frekari upplýsingar um Nýróm má nálgast á heimasíðu Háskólans í Reykjavík sem hefur yfirumsjón með verkefninu.

Aðstandendur verkefnisins Nýrómur.
Háskólinn í Reykjavík