Þjóðfræði fæst við afar fjölbreytt viðfangsefni, í raun allt sem viðkemur hversdagsmenningu bæði fyrr og nú og sækja því þjóðfræðingar heimildir víða að. Hér hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum eru varðveitt ýmiss konar gögn sem gagnast við þjóðfræðirannsóknir (sem og aðrar). Ekki einungis á þjóðfræðisviði heldur er þjóðfræði að finna á flestum sviðum stofnunarinnar, í rammgerðri handritageymslunni, hinum ýmsu orðfræði-, orða- og textasöfnum og síðast en ekki síst örnefnasafni nafnfræðisviðs.