Skip to main content

Þjóðfræðipistlar

Úr tali yfir í texta: um sjálfvirkar uppskriftir þjóðfræðisafns Árnastofnunar

Þjóðfræðisafn Árnastofnunar geymir yfir 2000 klukkustundir af ýmiss konar þjóðfræðiefni. Efnið samanstendur meðal annars af frásögnum af lífi fólks og þjóðháttum snemma á síðustu öld, sögnum og ævintýrum, söng, þulum, rímum og hljóðfæraleik. Stór hluti efnisins var hljóðritaður á árunum 1960 til 1980 af Hallfreði Erni Eiríkssyni, Helgu Jóhannsdóttur og Jóni Samsonarsyni. Þau ferðuðust um landið og töluðu við fólk − mikið til eldra fólk − og spurðu þau spjörunum úr.

Sagan af Ásmundi og vindi: Umhverfið í ævintýrum

Í þjóðfræðisafni stofnunarinnar finnast tvær upptökur þar sem sagnaþulir segja ævintýrið af Ásmundi og vindi. Eins og titill sögunnar gefur til kynna koma veður og vindur þar við sögu en söguhetjan Ásmundur fer þrisvar í ferðalag til þess að krefja vindinn um bætur fyrir að feykja allri töðunni af túninu. Sagnafólkið er Katrín Valdimarsdóttir (1898–1984) og Stefán Guðmundsson (1898–1983) og er hægt að hlusta á þau segja ævintýrið í gagnasafni þjóðfræðisafnsins á ismus.is.

Álfar og orrustur: þjóðfræði í örnefnasafni

Þjóðfræði fæst við afar fjölbreytt viðfangsefni, í raun allt sem viðkemur hversdagsmenningu bæði fyrr og nú og sækja því þjóðfræðingar heimildir víða að. Hér hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum eru varðveitt ýmiss konar gögn sem gagnast við þjóðfræðirannsóknir (sem og aðrar). Ekki einungis á þjóðfræðisviði heldur er þjóðfræði að finna á flestum sviðum stofnunarinnar, í rammgerðri handritageymslunni, hinum ýmsu orðfræði-, orða- og textasöfnum og síðast en ekki síst örnefnasafni nafnfræðisviðs.

Sögur úr 1001 nótt sagðar á Íslandi

Það var fyrir áhrif frá rómantísku stefnunni, þjóðernishyggju og Grimmsbræðrunum sem Íslendingar hófu að safna þjóðsögum úr munnlegri geymd á 19. öld og varð fyrsti afrakstur þess lítið kver sem Magnús Grímsson og Jón Árnason gáfu út árið 1852 undir heitinu Íslenzk æfintýri. Þegar þýski fræðimaðurinn Konrad Maurer (1823–1902) kom til landsins árið 1858 höfðu þeir Jón Árnason og Magnús Grímsson samt eiginlega gefist upp við söfnunina.