Skip to main content
Starfsfólk
Til baka
Margrét Eggertsdóttir

Margrét Eggertsdóttir

Menningarsvið
rannsóknarprófessor

Margrét Eggertsdóttir er rannsóknarprófessor á handritasviði. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að íslenskum bókmenntum og handritum eftir siðaskipti og fjallaði doktorsritgerð hennar um verk Hallgríms Péturssonar (1614–1674) og tengsl íslenskra bókmennta á sautjándu öld við evrópska bókmenntahefð. Helsta verkefni Margrétar á stofnuninni er að undirbúa og ganga frá heildarútgáfu á verkum Hallgríms Péturssonar. Fjögur bindi hafa þegar komið út og það fimmta er á leiðinni. Margrét hefur stjórnað og tekið þátt í ýmsum rannsóknarverkefnum og stýrir nú verkefninu Hið heilaga og hið vanheilaga: Viðtökur og dreifing veraldlegra og trúarlegra bókmennta eftir siðaskipti á Íslandi sem styrkt er af Rannsóknarsjóði Rannís.

Ritaskrá (IRIS)

Námsferill
Rannsóknir
Pistlar
Doktorspróf í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands 2005
Nám við Eberhardt-Karls-Universität í Tübingen 1991-1992
Cand. mag. í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands 1989
BA próf í íslensku og almennri bókmenntafræði 1984
Stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1980
Í tengslum við vinnu að heildarútgáfu á verkum Hallgríms Péturssonar hafa rannsóknir Margrétar einkum beinst að handritum og bókmenntum á sautjándu og átjándu öld. Hún stýrir núna verkefni sem nefnist Hið heilaga og hið vanheilaga sem er styrkt af Rannsóknarsjóði Rannís. Hún tekur einnig þátt í rannsóknarverkefninu Romanhaftwerden. Skandinavische Prosaliteratur der späten Vormoderne sem Prof. Dr. Lena Rohrbach og Prof. Dr. Klaus Müller-Wille í Zürich stýra og er meðleiðbeinandi tveggja doktorsnema sem tengjast því verkefni.

Námsferill

Doktorspróf í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands 2005
Nám við Eberhardt-Karls-Universität í Tübingen 1991-1992
Cand. mag. í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands 1989
BA próf í íslensku og almennri bókmenntafræði 1984
Stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1980

Rannsóknir

Í tengslum við vinnu að heildarútgáfu á verkum Hallgríms Péturssonar hafa rannsóknir Margrétar einkum beinst að handritum og bókmenntum á sautjándu og átjándu öld. Hún stýrir núna verkefni sem nefnist Hið heilaga og hið vanheilaga sem er styrkt af Rannsóknarsjóði Rannís. Hún tekur einnig þátt í rannsóknarverkefninu Romanhaftwerden. Skandinavische Prosaliteratur der späten Vormoderne sem Prof. Dr. Lena Rohrbach og Prof. Dr. Klaus Müller-Wille í Zürich stýra og er meðleiðbeinandi tveggja doktorsnema sem tengjast því verkefni.