Skip to main content

Nafnfræðipistlar

Hvítabjarnar-örnefni

Birtist upphaflega í júlí 2008.

Hvítabjarnar-örnefni er að finna á a.m.k. þremur stöðum á landinu. Ekkert af þeim virðist vera nefnt í fornum textum.

Hrifla

Birtist upphaflega í júní 2013.

Bærinn Hrifla er í gamla Ljósavatnshreppi í Suður-Þingeyjarsýslu, nú Þingeyjarsveit. Jörðin liggur vestan Skjálfandafljóts, ekki langt frá Goðafossi. Nafnið mun upphaflega hafa verið Hriflugerði en síðan styst í Hriflu. Elsta dæmið um nafnið í skjölum er frá 1390 og stendur þar „hriflugerdi“. Nafnið hefur stundum verið skrifað „Hryfla“ eða jafnvel „Hrufla“.

Hjaltagat

Birtist upphaflega í febrúar 2011.

Örnefni eru oftast nær af jarðneskum toga enda varla hægt að ímynda sér margt sem rótbindur manninn fastar við landið sitt en nöfnin í umhverfinu. Eitt er þó það örnefni á Íslandi sem er himneskt og enginn hefur nokkru sinni fest hönd á. Það er Hjaltagat í Köldukinn. Þessu örnefni er svo lýst í örnefnaskrá Gvendarstaða eftir Alfreð Ásmundsson en Helgi Jónsson var heimildarmaður hans:

Hestur

Birtist upphaflega í mars 2010.

Örnefnið Hestur er víða til á Íslandi, sem bæjarnafn, fjallsheiti og heiti á klettum, hólum og hæðum. Fjórir bæir á landinu heita Hestur. Einn er í Grímsnesi í Árnessýslu, annar í Andakíl í Borgarfirði og tveir á Vestfjörðum, í Önundarfirði og við Hestfjörð í Ísafjarðardjúpi. Allir standa bæir þessir undir fjöllum.