Search
Rímtafla - Það er sunnudagsbókstafur
Páskar eru mestu hátíðisdagar kristinna manna og grundvöllur tímatals þeirra. Ólíkt jólum (25. desember) eru páskar ekki haldnir á fyrirfram ákveðnum mánaðardegi heldur fer dagsetning þeirra eftir afstöðu tungls og sólar. Þannig er páskadagur fyrsti sunnudagur eftir fullt tungl að loknum vorjafndægrum og getur orðið á bilinu 22. mars til 25.
NánarÆrið gömul predikunarbók
Í Árnasafni í Reykjavík eru tvö samföst blöð (tvinn) með tveimur hómilíum sem bera safnmarkið AM 237 a fol. og eru talin skrifuð um 1150. „Er ur æred gamalle predikunar bok“ skrifar Árni Magnússon á seðil sem fylgir blöðunum.
NánarDómasafn vestan af fjörðum
AM 193 4to er skrifað á pappír um 1700 af um það bil tíu skrifurum sem flestir hafa starfað á Vestfjörðum. Handritið kom sennilega þaðan til Árna Magnússonar ásamt öðrum handritum sömu gerðar. Þetta handrit er 146 blöð, 21 kver, 21,3 sm á hæð, 17 sm á breidd, um 3 sm á þykkt.
NánarSálma- og kvæðahandrit frá sautjándu öld
AM 102 8vo er sálma- og kvæðahandrit frá sautjándu öld. Forsíðu vantar og þar með upplýsingar um hver skrifaði og hvenær – en svo vel vill til að þær leynast inni í handritinu. Fremst eru ljóðmæli sr.
NánarMargrétar saga AM 431 12mo
Handritið AM 431 12mo er skinnhandrit, aðeins 119 x 90 mm að stærð. Það geymir Margrétar sögu sem er þýdd saga um píslarvottinn heilaga Margréti.
NánarStrengleikar: Daniel Sävborg fjallar um Uppsala Eddu
Strengleikar Miðaldastofu Hugvísindastofnunar Árnagarði stofu 422 16. maí kl. 16 Daniel Sävborg prófessor í norrænum fræðum við Háskólann í Tartu fjallar um Uppsala Eddu miðvikudaginn 16. maí. Lesa má útdrátt úr erindinu á ensku:
Nánar