Skip to main content

Fréttir

Guðrúnarstikki. Nýtt afmælisrit frá Mettusjóði

Starfsmenn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gefa til gamans út fjölrituð smárit til heiðurs samstarfsmönnum sínum og öðrum kollegum er þeir eiga merkisafmæli. Síðustu árin hafa þessi rit verið kennd við Menningar- og minningarsjóð Mette Magnussen, en eiginkona Árna Magnússonar hét Mette.

Nýjasta ritið í þessum flokki er Guðrúnarstikki. Kveðinn Guðrúnu Nordal fimmtugri 27. september 2010. Ritið inniheldur stuttar og skemmtilegar greinar fræðimanna og félaga Guðrúnu til heiðurs.

Umsjón með útgáfunni höfðu Gísli Sigurðsson, Halldóra Jónsdóttir og Torfi Tulinius.