Skip to main content

Fréttir

Eins og sannir víkingar... Málþing um víkinga og víkingaímyndina


„Eins og sannir víkingar...“, málþing um víkinga og víkingaímyndina verður haldið föstudaginn 24. september kl. 13-17 í Öskju, Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands, sal 132.

Sjö fyrirlesarar fjalla um efnið frá ólíkum sjónarhornum og kynna verkefni sem tengjast víkingum.

  • Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins: Söguþjóðin og víkingaímyndin.
  • Gunnar Karlsson, prófessor emeritus: Ísland: athvarf uppgjafarvíkinga.
  • Helgi Þorláksson, prófessor í sagnfræði við HÍ: Víkingar, ný ímynd og Evrópusambandið.
  • Sverrir Jakobsson, aðjunkt í sagnfræði við HÍ: „I am not an Eskimo. I am a Viking“. Víkingar og íslensk sjálfsmynd á 20. öld.
  • Elisabeth Ward, forstöðumaður Víkingaheima í Reykjanesbæ: Making „Vikings“ Work – Sýningartexti og almenningsskilningur.
  • Rögnvaldur Guðmundsson, ferðamálafræðingur: Öxi Gauks á Stöng: reynsla af Evrópuverkefninu Destination Viking – Sagalands.
  • Ole J. Fursett framkvæmdastjóri Sør-Troms Museum: Childrens Viking Festival Trondenes - Learning by doing.

Að loknum framsögum verða umræður.

Að málþinginu standa Minjasafn Reykjavíkur í samvinnu við námsleið í hagnýtri menningarmiðlun á Hugvísindasviði HÍ og Samtök um sögutengda ferðaþjónustu. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.