Skip to main content

Fréttir

Munnleg saga í Vísindakaffi í Kántrýbæ

Fræðasetur HÍ á Norðurlandi vestra og Rannís bjóða í Vísindakaffi í Kántrýbæ á Skagaströnd fimmtudaginn 23. september kl. 20-21:30

Mikilvægi munnlegrar sögu - Kynning á verkefni Fræðasetursins á Skagaströnd

Dagskrá

  • Rósa Þorsteinsdóttir: Gamall fróðleikur á nýju formi. Sagt frá þjóðfræðisafni Árnastofnunar og hvernig efni úr því er gert aðgengilegt, m.a. í gagnagrunninum Ísmús. Upptökurnar sem Rósa spilar úr segulbandasafninu eru frá Norðurlandi vestra. Rósa er þjóðfræðingur við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
  • Soffía Guðný Guðmundsdóttir: Samstarfsverkefni um stafrænt hljóðskjalasafn að frumkvæði Fræðasetursins. Sagt frá víðtæku samstarfi um varðveislu munnlegra heimilda og opinn aðgang að þeim á Netinu. Samstarfsaðilar Fræðasetursins eru Ísmús/Músik og saga ehf., Tónlistarsafn Íslands, Miðstöð munnlegrar sögu, Árnastofnun og Landsbókasafn. Soffía er verkefnisstjóri samstarfsins.
  • Birna Björnsdóttir: Munnleg saga - áhugaverð leið til að læra sögu. Birna er kennari við Lindaskóla og hefur beitt aðferð munnlegrar sögu við kennslu þar. Hún segir frá aðferðinni og sýnir dæmi um nemendaverkefni.
  • Lára Magnúsardóttir: Viðfangsefni og framtíðarsýn á Fræðasetri HÍ á Skagaströnd.
  • Kaffispjall