Skip to main content

Fréttir

Landnám norrænna og keltneskra þjóða á Suðausturlandi

Þórbergssetur og Háskólasetrið á Höfn standa fyrir málþingi helgina 2.-3. október sem ber yfirskriftina: „Landnám norrænna og keltneskra þjóða á Suðausturlandi“.

Málþingið er styrkt af menningarráði Austurlands og atvinnu- og rannsóknarsjóði Hornafjarðar og hefst á laugardagsmorgun 2. október og lýkur síðdegis á sunnudeginum.

Bæði erlendir og íslenskir fræðimenn munu halda fyrirlestra á ráðstefnunni og má þar til að mynda nefna John Sheehan, fornleifafræðing frá Cork á Írlandi, Kristján Ahronson, fornleifafræðing við háskólann í Bangor í Wales, Gísla Sigurðsson, rannsóknarprófessor á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Martein H Sigurðsson, norrænufræðing við Kaupmannahafnarháskóla. Þá mun Bjarni Einarsson, fornleifafræðingur, vera með leiðsögn inn á Steinadal þar sem skoðaðar verða fornar mannvistarminjar.

Málþingið er hugsað sem upphaf á rannsóknarsamvinnu íslenskra og erlendra fræðimanna sem mun standa fyrir nokkrum málþingum og ráðstefnum; meðal annars er áætlað að halda stóra alþjóðlega ráðstefnu á Suðausturlandi árið 2013 eða 2014. Vinnuheiti rannsóknarinnar er VIKINGS AND CELTS IN SOUTH-EAST ICELAND: SAGAS, SOURCES AND SOCIETIES og markmiðið er að kanna möguleg tengsl Suðausturlands við nágrannalöndin – Færeyjar, Orkneyjar, Írland, Skotland og Noreg – á þeim tíma sem Ísland var numið. Nálgunin verður þverfagleg og leitað verður eftir samvinnu forleifafræðinga, sagnfræðinga, bókmenntafræðinga, málvísindamanna, mannfræðinga og þjóðfræðinga.

Allir eru velkomnir á málþingið og gistimöguleikar eru víða nálægt Þórbergssetri, svo sem á Hala, Gerði og Smyrlabjörgum.

DAGSKRÁ

Laugardagur 2. október

10:00 Setning: Dr. Þorvarður Árnason forstöðumaður Háskólaseturs Hornafjarðar

10:10 Dr. John Sheehan : Dicuil, the Navigatio and the Faroes: an archaeological perspective.

11:00 Kaffihlé

11:10 Dr. Kristján Ahronson, Pap-names, papar and the archaeology of early medieval monasticism: Implications and questions for early Iceland and its north Atlantic context

12:00 Matarhlé

13:00 Marteinn Sigurðsson, The Meaning of Papýli: Some Problems and

Possibilities

14:00 Heimsókn í Papbýli

17:00 Kaffi

17:30 Sögusýning í Þórbergssetri: Fjölnir Torfason og Þorbjörg Arnórssdóttir.

19:30 Hátíðarkvöldverður

Sunnudagur 3. október

10:00 Dr. Gísli Sigurðsson: The Gaelic influence in Iceland and how we interpret it.

11:00 Kaffihlé

11:10 Dr. Andrew Jennings: 'Echoes of Dalriata in Iceland'

12:10 Hádegisverður

13:10 Samstarf, samantekt : Þorvarður Árnason og Soffía Auður Birgisdóttir fjalla um hugmyndir að áframhaldandi samstarfi

14:30 Ráðstefnuslit

Nánari upplýsingar má fá hjá Þorbjörgu Arnórsdóttur, forstöðumanni Þórbergsseturs, í síma 4781073 og Soffíu Auði Birgisdóttur, sérfræðingi á Háskólasetrinu á Höfn, í síma 4708042.