Styrkir Snorra Sturlusonar lausir til umsóknar
Styrkir Snorra Sturlusonar - 2008 Umsóknarfrestur til 31. október 2007
NánarStyrkir Snorra Sturlusonar - 2008 Umsóknarfrestur til 31. október 2007
NánarVefur Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hefur verið settur upp. Útlitið hannaði auglýsingastofan H2 hönnun. Umsjón og skipulagning vefs var í höndum vefstjórnar stofnunarinnar. Efni hefur verið komið fyrir í SoloWeb vefumsjónarkerfinu. Unnið er að því að setja vefinn upp á Norðurlandamáli og ensku.
NánarRíkisstyrkur Árnastofnunar í Kaupmannahöfn fyrir árið 2008 er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur rennur út 19. nóvember. Styrkurinn er veittur íslenskum ríkisborgurum til handritarannsókna í Den Arnamagnæanske Samling í Kaupmannahöfn.
NánarBókin 'Samræður við söguöld : frásagnarlist Íslendingasagna og fortíðarmynd' eftir Véstein Ólason hefur verið þýdd á ítölsku og nefnist: 'Dialoghi con l'era vichinga. Narrazione e rappresentazione nelle Íslendingasögur'. Þýðandi er Silvia Cosimini og útgefandi: Edizioni Parnaso, 2006.
NánarVerkefni starfsmanna stofnunarinnar eru eins ólík og þau eru mörg. Óhætt er að segja að sum vekja meiri áhuga og kátínu hjá þjóðinni en önnur.
NánarFrá árinu 1996 hefur 16. nóvember, sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, verið haldinn hátíðlegur og nefndur dagur íslenskrar tungu. Nánari upplýsingar um daginn og viðburði honum tengdum má fá á heimasíðu menntamálaráðuneytis:
NánarÍ tilefni af degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, heimsækir menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Ráðherrann mun kynna sér starfsemi stofnunarinnar, ræða við stjórnendur og starfsfólk og opna formlega nýja vefsíðu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
NánarMálstofu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum sem vera átti föstudaginn 23. nóvember hefur verið frestað vegna árekstra við aðra viðburði. Gunnlaugur Ingólfsson mun flytja fyrirhugað erindi sitt ,,Tvær ritgjörðir eftir Sveinbjörn Egilsson" í málstofu föstudaginn 4. janúar 2008 kl. 15:00.
Nánar