Útgáfuár
1975
ISBN númer
9979-819-23-564
Litterære forudsætninger for Egils saga er doktorsritgerð Bjarna Einarssonar um Egils sögu, sem hann varði við háskólann í Osló árið 1971. Eins og nafnið bendir til og höfundur lýsir nánar í formála er hér um að ræða rannsókn á rituðum heimildum og fyrirmyndum Egils sögu.
Bjarni leitast við að finna sögunni réttan stað í þróun íslenskra bókmennta, og skyggnist jafnframt eftir vinnubrögðum söguhöfundar, ætlunarverki hans og list. Í fyrsta hluta bókarinnar ber Bjarni Egilssögu saman við önnur söguleg heimildarrit sem snerta efni hennar, og koma þar einkum til greina Landnámabók og konungasögur. Í öðrum þætti fjallar hann um tengsl Eglu við þrjár sögur sem hann telur hafa haft mest áhrif á hana, en þær eru Jómsvíkingasaga, Þingasaga og Orkneyingasaga. Í þriðja bókarhluta kannar Bjarni samband sögunnar við tvær aðrar "skáldasögur", Hallfreðarsögu og Kormákssögu. Loks er í bókarauka fjallað um tvo merkisatburði í ævi Egils: orustuna á Vínheiði og Vermalandsförina.
Þess má geta að Bjarni lítur svo á að kveðskapur sá sem Agli og öðrum er lagður í munn í sögunni sé óaðskiljanlegur þáttur í list sögunnar, hverju sem menn vilja trúa um tilurð vísna eða kvæða í einstöku tilfelli. Fræðimenn hafa sem kunnugt er verið mjög ósammála um aldur og feðrun vísnanna. Bjarni hefur leitt hjá sér að ræða um einstakar vísur eða kvæði frá því sjónarmiði, en væntir þess að ábendingar hans um efnivið veigamikilla kafla í sögunni geti orðið grundvöllur nýrra umræðna um hugsanleg not söguhöfundar af munnmælum og munnlega varðveittum kveðskap frá fyrri tíð.
Bókin er gefin út í ritröðinni Rit Árnastofnunar (Rit 8).
Bjarni leitast við að finna sögunni réttan stað í þróun íslenskra bókmennta, og skyggnist jafnframt eftir vinnubrögðum söguhöfundar, ætlunarverki hans og list. Í fyrsta hluta bókarinnar ber Bjarni Egilssögu saman við önnur söguleg heimildarrit sem snerta efni hennar, og koma þar einkum til greina Landnámabók og konungasögur. Í öðrum þætti fjallar hann um tengsl Eglu við þrjár sögur sem hann telur hafa haft mest áhrif á hana, en þær eru Jómsvíkingasaga, Þingasaga og Orkneyingasaga. Í þriðja bókarhluta kannar Bjarni samband sögunnar við tvær aðrar "skáldasögur", Hallfreðarsögu og Kormákssögu. Loks er í bókarauka fjallað um tvo merkisatburði í ævi Egils: orustuna á Vínheiði og Vermalandsförina.
Þess má geta að Bjarni lítur svo á að kveðskapur sá sem Agli og öðrum er lagður í munn í sögunni sé óaðskiljanlegur þáttur í list sögunnar, hverju sem menn vilja trúa um tilurð vísna eða kvæða í einstöku tilfelli. Fræðimenn hafa sem kunnugt er verið mjög ósammála um aldur og feðrun vísnanna. Bjarni hefur leitt hjá sér að ræða um einstakar vísur eða kvæði frá því sjónarmiði, en væntir þess að ábendingar hans um efnivið veigamikilla kafla í sögunni geti orðið grundvöllur nýrra umræðna um hugsanleg not söguhöfundar af munnmælum og munnlega varðveittum kveðskap frá fyrri tíð.
Bókin er gefin út í ritröðinni Rit Árnastofnunar (Rit 8).