Skip to main content

Gripla XXX

Útgáfuár
2019
ISBN númer
978-9979-654-51-3
Ritstjórar: Elizabeth Walgenbach og Haukur Þorgeirsson.

Í Griplu eru að þessu sinni átta ritrýndar greinar, fjórar á íslensku og fjórar á ensku. Katelin Parsons fjallar um Albert Jóhannesson, mikilvirkan handritaskrifara í Vesturheimi við upphaf 19. aldar, Kolbrún Haraldsdóttir fjallar um stöðu og hlutverk Eiríks sögu víðförla í miðaldahandritum, Tom Grant fjallar um orðin ‚risi‘ og ‚jötunn‘ í fornbókmenntum og hvernig þau séu best þýdd á erlend mál, Svanhildur Óskarsdóttir og Árni Heimir Ingólfsson fjalla um handrit frá 16. öld sem inniheldur meðal annars dagatal, bænir og söngva, Elizabeth Walgenbach fjallar um lagagreinina Si quis suadente í íslenskum lagaheimildum frá 13. og 14. öld, Kristján Jóhann Jónsson fjallar um endurritanir og túlkanir Gríms Thomsen á fornum textum og hugmyndasögulegt samhengi þeirra, Sigurður Pétursson fjallar um það sem Arngrímur Jónsson segir í lofræðu sinni um Guðbrand Þorláksson og einnig um það sem hann lætur ósagt, Hjalti Hugason gefur út kvæði Bjarna Borgfirðingaskálds um hrörnun Íslands og túlkar kvæðið í samhengi síns samtíma.

Bókin er gefin út í ritröðinni Rit Árnastofnunar (Rit 102).