Search
Heimsókn nemenda frá Humboldt-háskóla í Berlín
Þrettán nemendur í norrænum fræðum og íslensku við Humboldt-háskóla í Berlín heimsóttu Árnastofnun á dögunum. Ferð þeirra til Íslands var farin í tengslum við námskeið í hlaðvarpsgerð þar sem áhersla er lögð á talþjálfun, framburð og einkenni talmáls.
NánarSamtalsorðabók – ný orðabók sem varpar ljósi á íslenskt talmál
Út er komin veforðabókin Samtalsorðabók sem er tilraunaverkefni á orðfræðisviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Tilgangur verkefnisins er að setja munnleg samskipti í öndvegi og sýna talmáli þá athygli sem það á skilið.
NánarVinna hafin við nýja íslensk-pólska orðabók
Hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er hafin vinna við nýja íslensk-pólska veforðabók. Orðabókin er tíunda tvímála orðabók Árnastofnunar og er byggð á ISLEX- verkefninu og fleiri orðabókarverkum sem unnið hefur verið að á stofnuninni undanfarin 15 ár.
NánarSérfræðingur á skrifstofu fjármála
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings á skrifstofu fjármála, tímabundið til eins árs. Fram undan eru miklar breytingar hjá stofnuninni og leitum við að öflugum aðila sem er tilbúinn að taka þátt í breytingaferlinu með okkur.
NánarJóhannes B. Sigtryggsson orðinn rannsóknardósent
Jóhannes B. Sigtryggsson fékk framgang í starfi þann 20. desember síðastliðinn. Hann fór úr starfi rannsóknarlektors í starf rannsóknardósents. Jóhannes lauk doktorsprófi í íslenskri málfræði 2011.
Nánar