Skip to main content

Fréttir

Íslenskar bænir fram um 1600

Íslenskar bænir fram um 1600 hefur að geyma elstu bænir á íslensku, bæði stakar bænir og heilar bænabækur sem varðveittar eru í handritum, sumar í Árnasafni en margar hverjar í erlendum handritasöfnum. Miðað er við árið 1600 vegna þess að upp frá því taka prentaðar bænabækur æ meir við hlutverki bænabóka í handritum. Ýmsar stakar bænir hafa verið gefnar út áður á prenti en bænabækurnar ekki, nema prentuð bænabók Guðbrands Þorlákssonar frá 1576 sem er með í útgáfunni. Bænatextunum fylgir ítarlegur inngangur, skýringar og skrár, bæði nafnaskrá og skrá yfir upphöf bæna.

Segulbönd Iðunnar

t  eru komin 160 kvæðalög úr safni Kvæðamannafélagsins Iðunnar, á bók og fjórum geisladiskum. Segja má að útgáfan sé framhald af Silfurplötum Iðunnar sem gefnar voru út í tilefni af 75 ára afmæli félagsins árið 2004. Þar voru gefin út 200 kvæðalög úr hljóðritasafni félagsins sem teknar voru upp á lakkplötur á árunum 1935 og 1936. Hér birtast nú rímnalög sem eiga það sameiginlegt að hafa verið hljóðrituð á segulbönd eftir að sú tækni kom til sögunnar hér á landi, eða á árunum í kringum 1960.

Bjartsýni og framkvæmdahugur á ársfundi

Ársfundur Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum var haldinn árla mánudaginn 14. maí 2018. Dagskráin var þéttskipuð og flutti bæði fólk innan og utan stofnunar stutt erindi. 

Þorsteinn Pálsson, formaður stjórnar stofnunarinnar, setti fundinn með kraftmiklu ávarpi þar sem 100 ára gamalt símskeyti og skopsagan um húsbyggingu eina á Melunum komu við sögu.

Bjartsýni og framkvæmdahugur á ársfundi

Ársfundur Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum var haldinn árla mánudaginn 14. maí 2018. Dagskráin var þéttskipuð og flutti bæði fólk innan og utan stofnunar stutt erindi. 

Þorsteinn Pálsson, formaður stjórnar stofnunarinnar, setti fundinn með kraftmiklu ávarpi þar sem 100 ára gamalt símskeyti og skopsagan um húsbyggingu eina á Melunum komu við sögu. Hér má lesa ávarp Þorsteins í heild.