Skip to main content

Fréttir

Fyrirlestur Ara Páls Kristinssonar í Háskólanum í Björgvin

Hinn 19. október sl. hélt Ari Páll Kristinsson boðsfyrirlestur við Háskólann í Björgvin, Institutt for lingvistiske, litterære og estetiske studier. Um var að ræða svonefndan Hannaas-fyrirlestur sem einum fræðimanni er árlega boðið að halda. Að þessu sinni var þess sérstaklega minnst með viðhöfn að 100 ár eru liðin frá því að Torleiv Hannaas, sem fyrirlestraröðin er kennd við, var skipaður prófessor í vesturnorsku máli við Bergens Museum og þar með hófust skipulegar rannsóknir og háskólakennsla í greininni í Björgvin. Hannaas-fyrirlestur Ara Páls nefndist „Islandsk og det andre språket“.