Skip to main content

Fréttir

Jólabókaflóð Árnastofnunar

Íslenskar bænir fram um 1600
Íslenskar bænir

Tvær bækur hafa komið út í ritröðinni Rit Árnastofnunar á árinu sem er að líða. Báðar eru þær eigulegar og áhugaverðar fyrir breiðan hóp lesenda. Þær eru fáanlegar í Bóksölu stúdenta og í fjölmörgum bókabúðum víða um land.

Fyrst skal nefna Íslenskar bænir fram um 1600 í útgáfu Svavars Sigmundssonar. Þar er að finna elstu bænir á íslensku, bæði stakar og heilar bænabækur sem varðveittar eru í handritum.

Í haust kom út Safn til íslenskrar bókmenntasögu eftir Jón Ólafsson úr Grunnavík. Útgefendur eru Guðrún Ingólfsdóttir og Þórunn Sigurðardóttir. Bókmenntasaga Jóns Ólafssonar er þar með í fyrsta sinn komin út á prenti.