Skip to main content

Fréttir

Drottning skoðar Lífsblómið

Margrét Þórhildur Danadrottning kom á sýninguna Lífsblómið – Fullveldi Íslands í 100 ár í Listasafni Íslands 1. desember 2018, ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands og Elizu Reid forsetafrú. Harpa Þórsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands, Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Eiríkur Guðmundsson þjóðskjalavörður og Sigrún Alba Sigurðardóttir sýningarstjóri tóku á móti gestunum við komu í safnið. Guðrún Nordal gekk síðan með drottningu, forsetahjónunum og föruneyti um sýninguna. Tvö handrit voru fengin að láni frá Danmörku í tilefni af sýningunni, Ormsbók Snorra-Eddu og Reykjabók Njálu