Skip to main content

Fréttir

Ný bók um Njálurannsóknir

Út er komin hjá Medieval Institute Publication bókin New Studies in the Manuscript Tradition of Njálssaga: The historia mutila of Njála. Ritstjórar eru Emily Lethbridge og Svanhildur Óskarsdóttir.

Bókin er afrakstur rannsóknarverkefnis Breytileiki Njáls sögu / The Variance of Njáls saga sem var styrkt af Rannís á árunum 2011-2013. Svanhildur Óskarsdóttir stýrði verkefninu en hún ritar einnig formála að bókinni sem inniheldur tíu fjölbreyttar ritgerðir um handrit Njálu. Meðal höfunda ritgerðanna eru núverandi og fyrrverandi starfsmenn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum ásamt öðrum fræðimönnum tengdum stofnuninni svo og Háskóla Íslands. Í bókinni er einnig að finna ítarlega handritaskrá allra þekktra Njáluhandrita.