Skip to main content

Fréttir

Landsskýrsla Íslands til Sérfræðinganefndar SÞ um landfræðiheiti

Nafnfræðisvið Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum tekur þátt í starfi Sérfræðinganefndar Sameinuðu þjóðanna um landfræðiheiti (e. United Nations Group of Experts on Geographical Names, UNGEGN). Markmið nefndarinnar er að stuðla að söfnun og skráningu örnefna og því að þau séu gerð aðgengileg, ásamt því að hvetja til góðra starfshátta við örnefnastýringu.

Samúel Þórisson ráðinn verkefnisstjóri

Samúel Þórisson hefur verið ráðinn verkefnisstjóri við CLARIN verkefnið.  Verkefni hans verður í fyrstu að koma upp tæknimiðstöð CLARIN og tengja gagnasöfn Árnastofnunar inn í CLARIN-samstarfið - og síðar einnig gagnasöfn annarra stofnana sem taka þátt í landshópi CLARIN.

Skinnblöð frá Þjóðminjasafni Íslands í vörslu Árnastofnunar

Þegar Forngripasafn Íslands var stofnað 1863 bárust því fljótlega allnokkur skinnblöð. Á þessum tíma var landið mjög fátækt af skinnhandritum enda höfðu fræðimenn á 17. og 18. öld safnað þeim og komið í söfn í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og víðar. Það sem helst var eftir í landinu voru stök blöð sem leyndust í bókbandi og þá gjarnan með efni sem fræðimenn fyrri alda höfðu lítinn áhuga á, svo sem latneskum messusöng. Nú á dögum er meiri áhugi á menningarsögulegu gildi þessara heimilda og með þessum ljósmyndum er það von okkar að efni þetta verði fleirum aðgengilegt.

Íslenskukennarar erlendis færa Úlfari Bragasyni afmælisrit

Á málþingi um norrænan málskilning sem haldið var í Vigdísarstofnun 28. mars síðastliðinn var Úlfari Bragasyni fært afmælisritið Dansað  við Úlfar – Nokkur spor stigin til heiðurs Úlfari Bragasyni sjötugum  22. apríl 2019. Frumkvæði að verkinu höfðu Magnús Hauksson í Kiel, Veturliði Óskarsson í Uppsölum og Þorsteinn G. Indriðason í Bergen. Í ritstjórn með þeim var Helga Hilmisdóttir hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Kvöldstund með Guðrúnu Nordal

Guðrún Nordal og bók hennar Skiptidagar eru miðpunkturinn á viðburði í Hannesarholti. Þar verður meðal annars spurt:

Hvað verður um íslenska menningu?