Skip to main content

Fréttir

Nýr Íðorðabanki opnaður

Orðabanki opnaður
Ljósm. SSJ

 

Miðvikudaginn 30. október var þess minnst að 100 ár eru liðin frá stofnun fyrstu orðanefndar Verkfræðingafélags Íslands. Fundurinn var haldinn af Verkfræðingafélagi Íslands í samvinnu við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Ræðumenn

Ágústa Þorbergsdóttir, málfræðingur hjá Árnastofnun, var meðal þeirra sem tóku til máls á fundinum. Hún sagði frá mikilvægi Íðorðabankans og fékk frú Vigdísi Finnbogadóttur, sem er heiðursfélagi í Verkfræðingafélagi Íslands, til að opna bankann formlega að viðstöddum hópi verkfræðinga, íslenskufræðinga og áhugamanna um tungumálið. Í Íðorðabankanum eru fjölmörg sérfræðiorðasöfn, til dæmis í læknisfræði, rafmagnsverkfræði, efnafræði og stjórnmálafræði. Hægt er að leita að íslensku eða erlendu hugtaki og fá þýðingu þess á öðru máli. Í sumum söfnum eru einnig sýndar skilgreiningar hugtaka.

Málþing