Skip to main content

Fréttir

Ungmenni lesa þjóðsögur

Ljósm. SSJ

Í ár eru liðin 200 ár frá fæðingu Jóns Árnasonar þjóðsagnasafnara. Haldið er upp á áfangann með margvíslegum hætti. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hefur tekið höndum saman við Ríkisútvarpið og fengið ungmenni til að lesa upp tíu þjóðsögur sem finna má í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar.

Raddir – samtök um vandaðan upplestur studdu verkefnið með því að benda á efnilega lesara í hópi ungs fólks. Sögurnar eru af margvíslegum toga, fyndnar og furðulegar, óhugnanlegar, ráðgefandi og sumar óvæntar. Þær eru löngu orðnar sígild lesning víða um heim og höfða til allra aldurshópa.

Á næstu dögum munu þjóðsögur, lesnar af ungmennum, heyrast í útvarpsdagskránni kl. 13.50. Þjóðsagnalestrarnir verða einnig aðgengilegir í spilara Ríkisútvarpsins.