Skip to main content

Fréttir

Handritin til barnanna

Á næsta ári verða 50 ár liðin frá heimkomu fyrstu handritanna 21. apríl 1971. Af því tilefni hefur Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hafið undirbúning að verkefni sem miðar að því að kynna öllum sjöttubekkingum landsins sögu íslenskra miðaldahandrita og menningararfleifðina sem í þeim býr. Verkefnið er margþætt, meðal annars er unnið að gerð kennsluefnis um handritaarfinn fyrir skólana sem kennarar geta síðan notað að vild.

Guðrún Nordal valin í Norsku vísindaakademíuna

Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og prófessor við Háskóla Íslands, hefur nú verið kjörin í Norsku vísindaakademíuna. Hún er meðal 6 erlendra fræðimanna sem valdir voru í ár.

Norræni súðbyrðingurinn tilnefndur á skrá Unesco

Norðurlöndin hafa sameiginlega tilnefnt smíði norræna súðbyrðingsins á heimsminjaskrá Unesco. Verði tilnefningin samþykkt er það staðfesting alþjóðasamfélagsins á að þennan menningararf beri að varðveita fyrir ókomnar kynslóðir. 

Sjá frétt á vefnum Lifandi hefðir.

Ásdís Thoroddsen kvikmyndagerðarkona gerði heimildarmynd fyrir nokkrum árum um gerð súðbyrðingsins.

Hér má sjá stiklu úr myndinni.

Íslenskukennari við Caen-háskóla í Normandí
Missing media item.

Staða íslenskukennara við háskólann í Caen er laus til umsóknar. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. september 2020. Ráðning er tímabundin til þriggja ára með möguleika á endurráðningu til jafnlangs tíma. Krafist er MA-prófs í íslensku eða tengdum greinum. Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið kennararéttindanámi og/eða hafi reynslu af því að kenna íslensku sem annað eða erlent mál. Kunnátta í frönsku er nauðsynleg.

Vegorðasafnið

Vegorðasafnið er áhugavert og vandað orðasafn sem nú er komið inn í Íðorðabankann. Þeir sem vilja vita meira um orð á borð við biksmitun, fælnihvörf, græntíma og vegriðsbeinir geta einfaldlega flett þeim upp í Vegorðasafninu í Íðorðabankanum [hlekkur: https://idord.arnastofnun.is/leit//ordabok/VEGORD] og fundið skilgreiningar á þeim, ásamt enskum og norskum hugtökum sömu merkingar.

Samstarfsaðili Icelandic Online býr til sænskunámskeið fyrir starfsmenn bókasafna

Menningarsjóðurinn Svenska folkskolans vänner hefur gert samning við Háskólann í Helsinki um gerð sænskunámskeiða sem sérstaklega eru ætluð fyrir starfsmenn bókasafna í Finnlandi. Er þetta í fyrsta sinn sem námskeið gert að fyrirmynd Icelandic Online er lagað að þörfum ákveðinna starfsgreina. Á námskeiðinu verða finnskumælandi starfsmenn þjálfaðir í að tala sænsku við sænskumælandi gesti bókasafnanna.

Orð og tunga skráð í DOAJ.org

Tímaritið Orð og tunga hefur nú verið skráð í gagnagrunn DOAJ (Directory of Open Access Journals). Um 14.000 tímarit í opnum aðgangi eru nú skráð í gagnagrunninn sem stofnaður var í þeim tilgangi að tryggja aðgengi háskólafólks að vönduðum, ritrýndum fræðigreinum. Til að komast í gagnagrunn DOAJ þurfa útgefendur og ritstjórar að sýna fram á að tímaritið standist allar þær kröfur sem gerðar eru til fræðilegra tímarita, t.d. er varðar gagnsæi og frágang lýsigagna. Frekari upplýsingar um gagnagrunninn má finna á vefsíðu DOAJ.org.