Skip to main content

Fréttir

Ágústblóm − Nýtt rit komið út hjá Menningar- og minningarsjóði Mette Magnussen

Út er komið hjá Menningar- og minningarsjóði Mette Magnussen ritið Ágústblóm lesin til heiðurs Ágústu Þorbergsdóttur sextugri 9. september 2020.

Bókin er 95 bls. og hefur að geyma 32 smágreinar um margvíslegt efni. Flestir höfundanna eru núverandi eða fyrrverandi starfsmenn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum en meðal annarra sem eiga greinar í ritinu eru ýmsir fulltrúar íðorðastarfs í landinu.