Skip to main content

Fréttir

Hugurinn einatt hleypur minn er komin út hjá Félagi ljóðaunnenda á Austurlandi

Bókin Hugurinn einatt hleypur minn er komin út hjá Félagi ljóðaunnenda á Austurlandi. Í bókinni eru birt kvæði, rímur og vísur eftir Guðnýju Árnadóttur sem fæddist árið 1813 á Valþjófsstað í Fljótsdal og lést 1897 í Hvalnesi í Lóni. Flest kvæðin birtast hér á prenti í fyrsta sinn en þau eru varðveitt í handritum á Austurlandi og í þjóðfræðasafni Árnastofnunar. Þar fer afkomandi Guðnýjar, Inga Þorleifsdóttir (1908–2000), með kvæðin í upptöku frá árinu 1993 og má hlýða á hér. Í bókinni er einnig langur inngangur eftir Helga Hallgrímsson og Rósu Þorsteinsdóttur þar sem sagt er frá æviferli Guðnýjar og ættfólki hennar og gerð grein fyrir skáldskap hennar. Þau Helgi og Rósa sáu einnig um útgáfu kvæðanna og Rósa ritar skýringar við þau.