Skip to main content

Fréttir

Hópur fólks á palli. Í baksýn er vatn og fjær er gróið landsvæði. Himinn léttskýjaður.
Nordkurs-námskeið í júní
Íslenskusvið Árnastofnunar annast skipulagningu Nordkurs-námskeiðs í íslenskri tungu og menningu sem haldið er árlega í samvinnu við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Í ár tóku 26 nemendur þátt en þeir komu frá ýmsum háskólum í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi.
Ljós bókakápa með bleikleitum stöfum. Titill bókar er Söngbók Séra Ólafs Jónssonar á Söndum.
Söngbók séra Ólafs Jónssonar á Söndum komin út
Séra Ólafur Jónsson, prestur á Söndum í Dýrafirði, var á meðal vinsælustu skálda á sinni tíð. Kvæði og sálmar annarra skálda eru yfirleitt varðveitt hér og þar í handritum en séra Ólafur safnaði kveðskap sínum saman í eina bók sem kölluð hefur verið Kvæðabók. Hún er merkilegt framlag til íslenskra bókmennta en hún er ekki hvað síst mikilvæg heimild um tónlist á Íslandi á 17. og 18. öld.
Kilir gamalla bóka í snjáðu bandi. Á kjölunum er bláleitur miði.
Árnastofnun óskar eftir safnverði
Stofnunin varðveitir gögn af ýmsu tagi, svo sem handrit, kort, hljóðspólur, orðabókarseðla og ljósmyndir af handritum. Safnvörður vinnur í nánu samstarfi við forvörð stofnunarinnar en einnig fræðimenn og handritaljósmyndara hennar.
Hendur skrifa með fjöðrum og svörtu bleki á hvít snifsi úr pergamenti. Til hliðar er karfa með krukkum klæddum leðri á lokinu.
Árnastofnun óskar eftir safnkennara
Safnkennari sinnir leiðsögn, miðlun og fræðslu til barna og ungmenna um handritasýningu sem opnuð verður í Eddu í nóvember. Safnkennari er tengiliður stofnunarinnar við skóla, heldur utan um smiðjur og námskeiðahald og annað sem snýr að ungum safngestum.
Hópur fólks stillir sér uppí kennslustofu. Að baki þeirra er fundartjald og á það er varpað andlitum fólks sem er rafrænt viðstatt.
Ársfundur Félags íslenskra fræða í Japan
Branislav Bédi, verkefnisstjóri á íslenskusviði Árnastofnunar, og Úlfar Bragason, prófessor emerítus við Árnastofnun, tóku þátt í ársfundi Félags íslenskra fræða í Japan sem var haldinn við háskólann í Matsumoto 25. maí í fertugasta og fjórða sinn.
Hópur fólks stillir sér upp fyrir framan vegg klæddan steinflísum. Á veggnum fyrir ofan þau er skjöldur með skjaldarmerki Íslands en á honum stendur "Sendiráð Íslands".
Árlegur fundur íslenskukennara sem starfa við erlenda háskóla
Fundurinn var haldinn í Humboldt-háskóla í Berlín 13.–16. maí síðastliðinn. Á fundinum var rætt um íslenskukennslu fyrir erlenda námsmenn og kennsluefni sem stuðlar að því að íslenska sé notuð í gegnum leiki, í kennslustofum, við orðabókargerð veforðabókarinnar LEXÍU á þýsku og við notkun gervigreindar í akademísku námi.