Skip to main content

Fréttir

Talblaðra á hvítum grunni. Inni í talblöðrunni stendur "Mannamál" og undir henni stendur "Vefrit um íslensku og önnur mál".
Nýtt veftímarit – Mannamál
Vefritið, sem er á vegum íslenskusviðs Árnastofnunar, er nýr vettvangur til að miðla þekkingu og reifa álitamál er varða íslensku og önnur mál sem töluð eru hér á landi.
Viltu gerast vinur Árnastofnunar?
Félagar í Vinum Árnastofnunar fá sérstök afsláttarkjör, meðal annars á útgáfubókum stofnunarinnar, aðgangsmiða að handritasýningunni Heimur í orðum og safnbúð sýningarinnar.
Tíu svarthvítar myndir af karlmönnum felldar inn í sexhyrninga og raðað saman á beinhvítum grunni.
Ensk þýðing á Rímnakveðskap tíu kvæðamanna
„The Rímur Poetry of Ten Kvæðamenn: Research on Variations“ er gefin út sem rafbók þannig að einnig er hægt að hlusta á flutning kvæðamannanna á rímum. Í bókinni er sagt frá söfnun og rannsókn á rímnakveðskap tíu kvæðamanna á árunum 1964–1971.
Tímaritið Orð og tunga 26 komið út

Tuttugasta og sjötta hefti tímaritsins Orðs og tungu er komið út. Tímaritið er helgað rannsóknum á íslensku máli og hefur um árabil verið mikilvægur vettvangur fyrir fjölbreytt fræðastarf á sviði málvísinda, orðfræði og nafnfræði.

Málfregnir
Málfregnir 2024 komið út
Málfregnir, vefrit Íslenskrar málnefndar, er komið út. Meginefni ritsins eru erindi sem flutt eru á árlegum málræktarþingum nefndarinnar ásamt stökum greinum og efni til fróðleiks.
Skrift á handritasíðu
Ný rafræn útgáfa á Konungsbók eddukvæða
Höfuðhandrit eddukvæða, GKS 2365 4to, Konungsbók, sem ritað var um 1270, er nú aðgengilegt í nýrri röð rafrænna textaútgáfna, Editiones Arnamagnæanæ Electronicæ, á vegum Árnastofnunar á Íslandi og Árnasafns í Kaupmannahöfn.
Tvær konur standa við borð sem á hvíla handrit á svörtum púðum. Önnur stendur fyrir framan stórt og voldugt handrit og hin brosir til hennar. Fólk stendur álengdar fyrir framan bókahillur og fylgist með.
Handritin flutt í Eddu
Mánudaginn 11. nóvember voru fyrstu miðaldahandritin flutt úr Árnagarði í nýtt öryggisrými í Eddu. Handritin hafa verið geymd í sérstakri öryggisgeymslu í Árnagarði síðan í upphafi áttunda áratugarins eða í tæp 55 ár.