
Árnastofnun leitar að hugmyndaríkum og skapandi einstaklingi í starf vefstjóra með reynslu af markaðsmálum.
Áhersla er lögð á vefmál og miðlun stafrænna gagna stofnunarinnar. Eins er lögð áhersla á markaðssetningu m.a. með kynningu á sýningunni Heimur í orðum ásamt íslenskri tungu og menningu.
Árnastofnun stendur á spennandi tímamótum og hefur flutt í Eddu sem er nýr og glæsilegur vettvangur íslenskrar tungu, bókmennta, handrita og menningar. Vinnustaðurinn okkar er fjölbreyttur og lifandi og mun vefstjóri taka þátt í teymisvinnu þvert á svið stofnunarinnar.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Tekur þátt í stefnumótun og þróunarstarfi á miðlunarsviði Árnastofnunar.
-
Sér um íslenskar og enskar vefsíður stofnunarinnar og markaðskynningu þeirra.
-
Tekur þátt í að hanna markaðsefni og markaðssetja sýninguna Heimur í orðum í Eddu.
-
Sér um að miðla upplýsingum um starfsemi stofnunarinnar, sýningu og viðburði.
-
Vinnur að því í samstarfi við starfsfólk stofnunarinnar að miðla rannsóknum fræðasviða hennar, íslenskusviðs og menningarsviðs.
Umsóknarfrestur er til og með 31.3.2025.
Nánari upplýsingar er að finna á Starfatorgi og Alfreð. Einnig er hægt að hafa samband við sviðstjóra miðlunarsviðs Ingibjörgu Þórisdóttur, ingibjorg.thorisdottir@arnastofnun.is.