Tilgangur heimsóknarinnar var að skoða aðstæður íslenskra námsmanna á erlendri grundu, kortleggja aðlögun þeirra að slóvakísku samfélagi og athuga hvernig þeim gengur að eiga í samskiptum við heimamenn á slóvakísku og ensku.
Orðabókarritstjórarnir Halldóra Jónsdóttir og Þórdís Úlfarsdóttir voru á dögunum á ferð um Pólland og heimsóttu háskóla í Gdansk og Poznan ásamt sendiráði Íslands í Varsjá. Tilefni ferðarinnar var að kynna nýja Íslensk-pólska veforðabók sem nú er í smíðum.
Edda var vígð síðasta vetrardag 19. apríl 2023 við hátíðlega athöfn. Daginn eftir, sumardaginn fyrsta, var opið hús í Eddu og almenningi boðið að koma og skoða bygginguna. Með fréttinni eru myndir frá vígslunni og opnu húsi í fyrra.
Aðgengilegt tvímála íðorðasafn (íslenskt-enskt) í jarðeðlisfræði er mjög mikilvægt fyrirnemendur, kennara og fagaðila í greininni. Íðorðasafnið er einnig mikilvægt fyrir almenning og fréttamenn á Íslandi vegna endurtekinna náttúruhamfara.
Íslensk málnefnd og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum tilnefna hvor sinn fulltrúa. Einnig tilnefna umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og innviðaráðherra sinn fulltrúann hvor.
Charlotte E. Christiansen er nýdoktor og gestafræðimaður. Verkefni hennar nefnist á ensku „An anthropology of literature and creativity in Iceland – enchanted landscapes“ eða „Mannfræði bókmennta og sköpunar á Íslandi – töfrandi landslag“ og nær yfir tveggja ára tímabil frá júní 2023 til maí 2025.
Markmið samstarfs Landmælinga Íslands og Árnastofnunar er að vinna sameiginlega að því að til verði einhlítur gagnagrunnur um íslensk örnefni sem nýtist öllu samfélaginu og að örnefni séu birt með sem réttustum hætti.
Í árslok 2023 kom út 30. árgangur LexicoNordica, tímarits norræna orðabókafræðifélagsins NFL. Íslenskt orðabókafólk hefur tekið virkan þátt í starfi félagsins frá upphafi.