Meðal nýrra handrita á sýningunni eru tvær merkar Skálholtsbækur, annað aðalhandrit Eiríks sögu rauða og merkilegt alfræðihandrit sem geymir meðal annars fornt heimskort og myndir af merkjum dýrahringsins.
Árnastofnun tók þátt í Safnanótt á Vetrarhátíð í fyrsta skipti í ár. Rúmlega 300 manns heimsóttu sýninguna Heimur í orðum og fjölmargir sóttu aðra viðburði sem haldnir voru á vegum stofnunarinnar í Eddu.
Bókin Kurteisleg kvæði og dýrlegar diktanir. Bókmenntagreinar og handritamenning á sautjándu öld eftir Þórunni Sigurðardóttur, prófessor emeritus á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, er komin út hjá Árnastofnun.
Styrkir Snorra Sturlusonar fyrir árið 2025 voru auglýstir í september síðastliðnum með umsóknarfresti til 1. desember. Þrjátíu umsóknir frá nítján löndum bárust en nefndin hefur nú birt lista yfir styrkhafa.
Árnastofnun hefur nú flutt öll handrit sem hún hefur til varðveislu í nýtt öryggisrými í Eddu. Um er að ræða um 2000 handrit, 1345 fornbréf og um 6000 fornbréfauppskriftir.
Hjalti Snær Ægisson hóf störf sem rannsóknarlektor á menningarsviði stofnunarinnar 2. janúar 2025. Rannsóknir hans beinast einkum að norrænum miðaldabókmenntum, fornmenntum og þýðingum.