Skip to main content

Fréttir

hendi flettir lýstum pappír
Sögulegur pappír aldursgreindur
Þessa dagana er unnið að því að aldursgreina pappír frá sautjándu öld með hjálp FTIR-litrófsgreiningar (e. Fourier-Transform Infrared spectroscopy).
opna í dökku handriti. Stórir hringir, hver innan í öðrum ná yfir alla opnuna. Merkingar skráðar með litlu letri eru ýmist skrifaðar lárétt yfir síðuna eða fylgja hringjunum.
Ný handrit á sýningunni Heimur í orðum
Meðal nýrra handrita á sýningunni eru tvær merkar Skálholtsbækur, annað aðalhandrit Eiríks sögu rauða og merkilegt alfræðihandrit sem geymir meðal annars fornt heimskort og myndir af merkjum dýrahringsins.
Borð, á borðinu er útvarp, ofan á því er miði með fyrirsögninni: Hvernig hjómar vesturíslenskan. Einnig er tölvuskjár sem sýnir heimskort, á miðri norður ameríku eru rauðir punktar. Borðið er skreytt með blómum
Vel heppnuð Safnanótt í Eddu
Árnastofnun tók þátt í Safnanótt á Vetrarhátíð í fyrsta skipti í ár. Rúmlega 300 manns heimsóttu sýninguna Heimur í orðum og fjölmargir sóttu aðra viðburði sem haldnir voru á vegum stofnunarinnar í Eddu.
Málverk af manni með hönd undir kinn.
Styrkir Snorra Sturlusonar 2025
Styrkir Snorra Sturlusonar fyrir árið 2025 voru auglýstir í september síðastliðnum með umsóknarfresti til 1. desember. Þrjátíu umsóknir frá nítján löndum bárust en nefndin hefur nú birt lista yfir styrkhafa.
Grár, steyptur bílakjallari. Maður flytur stæðu af svörtum og gulum kössum úr svörtum sendibíl. Tvær stæður standa þegar á gólfi og tveir lögreglumenn standa álengdar.
Handritin komin í Eddu
Árnastofnun hefur nú flutt öll handrit sem hún hefur til varðveislu í nýtt öryggisrými í Eddu. Um er að ræða um 2000 handrit, 1345 fornbréf og um 6000 fornbréfauppskriftir.
Nýr rannsóknarlektor á menningarsviði
Hjalti Snær Ægisson hóf störf sem rannsóknarlektor á menningarsviði stofnunarinnar 2. janúar 2025. Rannsóknir hans beinast einkum að norrænum miðaldabókmenntum, fornmenntum og þýðingum.