Út er komin bókin Sýnisbók þess að Ísland er ekki barbaraland
Specimen Islandiæ non barbaræ er bókmenntasögulegt rit, samið á latínu af Jóni Þorkelssyni (1697–1759) Skálholtsrektor. Markmið þess er að sýna hinum lærða heimi að Íslendingar séu menntuð bókmenntaþjóð. Sigurður Pétursson (1944–2020) þýddi verkið á íslensku en Hjalti Snær Ægisson bjó verkið til útgáfu. Útgáfan er tvímála og henni fylgja skýringar.
Ritstjórar eru Margrét Eggertsdóttir og Guðvarður Már Gunnlaugsson.
Bókin er til sölu í Bóksölu stúdenta.