Skip to main content

Fréttir

Sýnisbók þess að Ísland er ekki barbaraland er komin út

Út er komin bókin Sýnisbók þess að Ísland er ekki barbaraland

Specimen Islandiæ non barbaræ er bókmenntasögulegt rit, samið á latínu af Jóni Þorkelssyni (1697–1759) Skálholtsrektor. Markmið þess er að sýna hinum lærða heimi að Íslendingar séu menntuð bókmenntaþjóð. Sigurður Pétursson (1944–2020) þýddi verkið á íslensku en Hjalti Snær Ægisson bjó verkið til útgáfu. Útgáfan er tvímála og henni fylgja skýringar.

Ritstjórar eru Margrét Eggertsdóttir og Guðvarður Már Gunnlaugsson.

Bókin er til sölu í Bóksölu stúdenta.