Fyrningar. Ritgerðir um bókmenntir fyrri alda er greinasafn eftir Véstein Ólasonar sem inniheldur tuttugu og tvær ritgerðir á íslensku, ensku og norsku sem birtust frá 1969 til 2019. Þetta eru greinar um fornan kveðskap, greinar um fornsögur og loks greinar um Snorra Sturluson og verk sem honum hafa verið eignuð. Höfundur kenndi íslenskar bókmenntir við Háskóla Íslands, háskóla á Norðurlöndum og vestanhafs og var forstöðumaður Árnastofnunar í áratug.
Ritstjóri er Þórður Ingi Guðjónsson.
Bókin er til sölu í Bóksölu stúdenta.