Menningarnótt í Eddu
Eddu
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Dagskrá
13.00
Frá Jakobsvegi, heimur í orðum og myndum. Ásdís Egilsdóttir og Erlendur Sveinsson fjalla um Jakobsveginn í máli og myndum í fyrirlestrasal Eddu.
13.00−15.00
„Hæstvirti, eðallyndi velgjörðafaðir!" Hvernig á að skrifa sendibréf og senda með landpósti. Safnkennari leiðir vinnusmiðju í safnkennslurými.
Frá 15.00
Örleiðsagnir á sýninguna Heimur í orðum í fylgd sérfræðinga.
16.00
Drykk skal enginn til lögréttu bera! − æsilegar afhjúpanir um áfengisdrykkju á miðöldum. Stefán Pálsson sagnfræðingur fjallað um mjöð á kaffihúsinu Ými.
Frítt verður inn á sýninguna Heimur í orðum.
Opið 10–17
Með fyrirvara um breytingar.
Frá Jakobsvegi, heimur í orðum og myndum
Eddu
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Ásdís Egilsdóttir og Erlendur Sveinsson flytja fyrirlestur um Jakobsveginn.
Frá Jakobsvegi, eða pílagrímaveginum til Santiago de Compostela á Spáni, er sagt í nokkrum textum sem varðveittir eru í íslenskum handritum.
Ein þeirra er Hrafns saga Sveinbjarnarsonar. Hrafn var víðförull pílagrímur og fór meðal annars til Santiago. Hrafn kemur einnig við sögu í kvikmyndabálkinum Draumurinn um veginn sem Erlendur Sveinsson gerði um göngu Thors Vilhjálmssonar til Santiago.
Sagðar verða sögur af pílagrímaveginum fyrr og nú og sýnd brot úr kvikmyndunum.
Konur á söguslóðum
Eddu
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Emily Lethbridge flytur fyrirlestur. Nánari upplýsingar síðar.
Sigurðar Nordals fyrirlestur − Sigríður Hagalín Björnsdóttir
Eddu
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Sigurðar Nordals fyrirlestur er haldinn 14. september ár hvert en Sigurður fæddist á þessum degi árið 1886.
Fyrirlesari að þessu sinni er Sigríður Hagalín Björnsdóttir, rithöfundur og fréttakona. Sigríður fjallar um plágur, prentverk og algóritma, heimsslit og gulltöflur og óendanlega og óbærilega framfaraþrá mannsandans.
Nánar um fyrirlesturinn síðar.